stafræn markaðssetning útskýringamynd

Námskeið í stafrænni markaðssetningu

Fyrstu vikuna í júní ætlum við hjá Smartmedia að bjóða viðskiptavinum okkar uppá námskeið í stafrænni markaðssetningu. Á námskeiðunum farið verður í grunnatriði hvernig má nýta Google Analytics, Google Adwords og Facebook við rekstur netverslana, gera þær sýnilegri og auka þannig viðskiptin.

Fyrir hverja?

Markmið námskeiðanna er kynna þá möguleika sem standa til boða við markaðssetningu á netinu. Námskeiðunum er ætlað að höfða til þeirra viðskiptavina Smartmedia sem eru að stíga sín fyrstu skref í stafrænni markaðssetningu og vilja auka þekkingu sína á hvernig hægt er að nýta sér þessi helstu markaðstól.

Hvar og hvenær?

Námskeiðin verða þrjú talsins og verða þau kennd á milli 8:30 og 11:00 í sal Eignaumsjónar við Suðurlandsbraut 30. Hvert námskeið kostar 12.500 kr. + vsk, öll þrjú námskeiðin kosta 30.000 kr. + vsk.

Námskeiðin verða kennd á eftirfarandi dagsetningum:

5. júní – 8:30 – 11:00 – Google Analytics
6. júní – 8:30 – 11:00 – Google Adwords
7. júní – 8:30 – 11:00 – Facebook business manager

Fyrirlesari á námskeiðunum er Hjörvar Hermannsson en hann starfar við sölu- og markaðsmál hjá Smartmedia. Hjörvar lauk BS námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og síðar meistaragráðu í markaðsfræðum í Ástralíu. Hjörvar starfaði áður sem markaðsráðgjafi á auglýsingastofu PIPAR/TBWA í Reykjavík.

Skráning á námskeiðin fer fram hér:

Google analytics

Veist þú hversu margir heimsækja síðuna þína daglega? Veistu hvaðan umferðin er að koma? Hversu lengi hver gestur staldrar við á síðunna? Hvaða aldur, kyn og fleira?

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig hægt er að nýta Google Analytics til lesa úr umferð á þína netverslun og greina hana betur.

Námskeiðslýsing:

  • Kynning á Google Analytics
  • Uppsetning á reikningi
  • Tenging við netverslunarkefi Smartmedia, Smartwebber
  • Lestur úr helstu lykiltölum


Námskeiðið fer fram fram þriðjudaginn 5. júní kl. 08.30 – 11.00 í sal Eignaumsjónar við Suðurlandsbraut 30.

Google Adwords

Google er stærsti og útbreiddasti vefmiðill í heiminum í dag og býður uppá fjölbreyttar og árangursríkar leiðir í markaðssetningu á netinu. Á námskeiðinu verður þjónusta þeirra kynnt og farið í hvernig hægt að er nýta sér Google Adwords til að setja upp herferðir fyrir þinn markhóp.

Google Auglýsinga merki
Þau markaðstól sem kynnt verða eru annars vegar kostaðar leitarniðurstöður og hins vegar vefborða auglýsingar (Google display ad). Kostaðar leitarniðurstöður eru sérsniðnar auglýsingar sem birtast notendum á Google þegar slegin eru inn ákveðin leitarorð.
Vefborðaauglýsingar (Google display ad) gefa aðgang að yfir 2 milljónum vefsíðna og þar getur þú birt vefborða eða myndbönd sem ná til þinna markhópa.

Námskeiðslýsing:

  • Kynning á netmarkaðssetningu
  • Kynning á kostuðum leitarniðurstöðum
  • Kynning á vefborðum
  • Uppsetning á reikningi
  • Kynning á hvernig hægt er að stofna herferðir á Google
  • Mælingar og eftirfylgni á herferðum

Námskeiðið fer fram fram miðvikudaginn 6. júní kl. 08.30 – 11.00 í sal Eignaumsjónar við Suðurlandsbraut 30.

Facebook Business manager

Facebook er vinsælasti samfélagsmiðilinnl í dag og sýna rannsóknir að tæplega 9 af hverjum 10 íslendingum sem eru 18 ára og eldri nýta sér Facebook.

Á námskeiðinu verður farið í hvernig fyrirtæki geta nýtt sér Facebook sem markaðstól til að kynna sínar vörur og þjónustu fyrir afmörkuðum markhóp. Markmið námskeiðsins er auka skilning á Facebook útfrá markaðslegu sjónarhorni og kynna mismunandi leiðir til að auka árangur markaðsstarfs í gegnum þann miðill.

Námskeiðslýsing:

  • Kynning á Facebook og Instagram sem auglýsingarmiðli
  • Uppsetning á Facebook business manager
  • Kynning á mismunandi auglýsingarleiðum
  • Markhópar
  • Leiðbeiningar á framleiðslu á efni fyrir Facebook
  • Útskýringar á helstu hugtökum

Námskeiðið fer fram fram fimmtudaginn 7. júní kl. 08.30 – 11.30 í sal Eignaumsjónar við Suðurlandsbraut 30.


Námskeiðin eru opin öllum viðskiptavinum Smartmedia og er skráning opin til og með 1. júní.

Nánari upplýsingar um námskeiðin veitir Hjörvar Hermannson, hjorvar@smartmedia.is

 

Fleiri fréttir