Greiðsluskilmálar og innheimtuferill

Áskriftarpantanir

Reikningstímabil er almanaksmánuður og er útgáfudagur reikninga 1. hvers mánaðar. Mánaðargjald er greitt fyrirfram og er gjalddagi 7 dögum eftir útgáfudag.

Sölureikningar

Reikningstímabil miðast við almanaksmánuð og er útgáfudagur reikninga síðasti virki dagur hvers mánaðar.

Dráttarvextir

Dráttarvextir reiknast ef krafa er greidd eftir eindaga og reiknast frá gjalddaga.

Beingreiðsla

Krafa er skuldfærð af bankareikningi mánaðarlega. Viðskiptavinir verða að skrá sig beingreiðslu í viðskiptabönkum.

Opnunargjald

Gjaldfært er fyrir enduropnun þjónustu sem hefur verið lokað vegna vanskila.

Greiðsludreifing

Hægt er að óska eftir greiðsludreifingu vanskilakrafna en þá bætist samkomulagsgjald við greiðslu fyrstu kröfu.

Athugasemdir

Athugasemdir vegna reiknings skulu gerðar innan 30 daga frá útgáfudegi hans ellegar telst hann samþykktur.

Uppsögn

Segja má upp áskriftarþjónustu hugbúnaðar um mánaðarmót með minnst tveggja mánaða fyrirvara nema þar sem önnur ákvæði gilda. Uppsögn skal vera skrifleg.

Birting reiknings

Reikningur sendur í tölvupósti 0 kr

Reikningur birtur í heimabanka 95 kr

Reikningur sendur í pósti 390 kr

Greiðsla

Beingreiðsla krafa skuldfærð af reikningi 0 kr

Krafa í banka 95 kr

 

Innheimta

Vanskil

Lögbundin innheimtuviðvörun 950

Milliinnheimtubréf 0-3000 650

Milliinnheimtubréf 3001-10.499 1.900

Milliinnheimtubréf 10.500-84.999 2.400

Milliinnheimtubréf 84.999 + 5.900

 

Símtal í innheimtu 550

Gerð greiðslusamkomulags 2.700

Opnunargjald 1.490

 

Tölvupóstur áminning um reikning 0

SMS áminning um ógreiddan reikning 0

Löginnheimta skv. Gjaldskrá lögmanns.

 

Dráttarvextir eins og þeir eru auglýstir hjá seðlabanka hverju sinni reiknast frá gjalddaga sé reikningur greiddur eftir eindaga.

 

Virðistaukaskattur bætist ofan á öll verð.

 

Innheimtuferill

2 dagar frá eindaga Lögbundin innheimtuviðvörun

15 dagar frá eindaga Milliinnheimtubréf 1 – Áminning

20 dagar frá eindaga Símtal

35 dagar frá eindaga Milliinnheimtubréf 2 – Tilkynning um lokun

40 dagar frá eindaga Lokun á aðgangi að vefsvæðis

50 dagar frá eindaga Tilkynning vanskila til creditinfo

57 dagar frá eindaga Milliinnheimtubréf 3 – Lokaítrekun

70 dagar frá eindaga Lokun á vefsvæði framenda.

78 dagar frá eindaga Kröfuvakt/Lögfræðiinnheimta