TVG & smartmedia samstarf

Í upphafi covid faraldurins hófst samstarf Smartmedia og TVG Xpress um smíði og þjónustu á lausnum fyrir fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu á netinu.

Smartmedia smíðaði lausnir við Shopify og WooCommerce en rúmlega 75% allra fyrirtækja á Íslandi keyra netverslanir sínar á þeim kerfum. Markaðurinn hefur tekið vel á móti auknu framboði þegar kemur að afhendingum á vörum og hefur vöxturinn verið mjög hraður. Í dag eru hátt á annað hundrað netverslanir sem bjóða uppá afhendingar frá TVG Xpress og fer þeim ört fjölgandi.

Dreifikerfið hjá TVG Xpress er mikið en ásamt því að bjóða uppá heimsendingu til 94% af landanum þá eru yfir 100 afhendingarstaðir um allt land og 18 afhendingarstaðir á Höfuðborgarsvæðinu.

Arnar, sölustjóri veflausna hjá Smartmedia er að vonum ánægður með samstarfið.

Samstarf okkar með TVG Xpress hefur gengið frábærlega og vöxturinn verið hraður. Okkar sérstaða í gegnum árin hefur verið samþáttun á ýmsum kerfum og að smíða stafrænar lausnir og við erum stolt af okkur fyrir að hafa leyst þetta vel.“

Daníel, viðskiptastjóri hjá TVG er einnig ánægður með samstarfið.

Við hjá TVG Xpress erum gríðarlega ánægð með móttökurnar sem við höfum fengið og frábært að vera komin með fjölda glæsilegra netverslanna í þjónustu til okkar. Markaðurinn hefur örvast mikið í gegnum COVID og það er augljóslega eftirspurn eftir auknu framboði af afhendingarmöguleikum og við erum að leysa það vel. Við erum að bjóða uppá heimsendingar til 94% þjóðarinnar og  samdægurs heimsendingu á suðvestur horninu eða til 85% þjóðarinnar, sem er frábært. Samhliða frábærri dekkun á markaði þá erum við að bjóða uppá góða og persónulega þjónustu. Við finnum hvað það skilar sér og við stefnum á enn fleiri afhendingarmöguleika fyrir lok árs, og auðvitað fjölga ánægðum viðskiptavinum enn frekar.

Fleiri fréttir