Netverslanir og vefsíður af öllum stærðum og gerðum

Viltu vera með netverslun og sölukerfi í áskrift ?

 • miniPos lite

  4.990 kr án vsk / pr.mánuð*
  49.990 kr án vsk / pr.ár*

  Sölukerfi tilvalið fyrir verslanir og þjónustufyrirtæki

 • netverslun

  7.990 kr án vsk / pr.mánuð**
  79.990 kr án vsk / pr.ár*

  Snjalltækjavæn netverslun fyrir þá sem vilja selja allan sólarhringinn á netinu

 • miniPos pro

  9.990 kr án vsk / pr.mánuð**
  99.990 kr án vsk / pr.ár*

  Sölukerfi og netverslun - þetta er fyrir þá sem vilja bara selja, selja, selja!

*Engin binding
**6 mánaða binding

Önnur þjónusta

Smartmedia býður upp á ýmsa aðra þjónustu sem helst hönd í hönd við þær lausnir sem við bjóðum upp á.
Gerðu netverslunina þína sjálfbæra með bókhaldstengingu og vertu sýnilegri á vefnum með leitarvélabestun.

Smartmedia

Starfsmenn Smartmedia kappkosta við að veita þér þá þjónustu sem þú átt skilið að fá. Átta starfsmenn vinna hjá Smartmedia, fjórir í Eyjum og fjórir í Reykjavík. Mikil reynsla starfsmanna ásamt ýmiss konar menntun knýr hópinn okkar áfram í því að gera betur á hverjum degi og aðstoða núverandi sem og nýja viðskiptavini við að ná lengra.

Hugbúnaðarlausnir okkar eiga það allar sameiginlegt að vera einfaldar fyrir alla, konur sem kalla. Allur okkar hugbúnaður er hannaðar og þróaður af okkar starfsmönnum á Íslandi og leggjum við mikla áherslu á einfaldleika og sveigjanleika í öllum okkar lausnum.

Við tengjum þig

Veflausnir okkar tengjast öllum helstu kortahirðum og kortalausnum, þú velur þinn þjónustuaðila og við sjáum til þess að þetta gangi hnökralaust fyrir sig.

Smartwebber vefumsjónarkerfið

Vefumsjónarkerfi Smartmedia, Smartwebber (CMS) er kerfið sem knýr vefsíður okkar viðskiptavina áfram. Smartwebber kerfið er allt hannað, þróað og smíðað af okkar starfsmönnum á Íslandi og er því al-íslenskt kerfi í alla staðu. Kerfið er hægt að hafa á íslensku, ensku og dönsku.
Nýverið fór fram endurhönnun á öllu kerfinu og leit útgáfa 3 dagsins ljós á vormánuðum 2015 og höfum við verið að bæta kerfið markvisst alla tíð síðan.
Kostir þess að vera með sitt eigið kerfi er sú þekking sem verður til auk gríðarlegs sveigjanleika þegar kemur að því að bæta við sérlausnum inn í kerfið.