Sérfræðingar í netverslun og veflausnum

Netverslun

Hvað eiga yfir 350 netverslanir á Íslandi sameiginlegt ? Jú þær keyra á netverslunarkerfi Smartmedia sem er hannað í takt við þarfir nútímans og viðskiptavina okkar. Kerfið er í senn bæði einfalt og þægilegt í vinnslu.

Netverslun

Sölukerfi

Viltu selja meira, hraðar og oftar ? miniPos sölukerfið gerir þér kleift að selja hvað sem er, hvenær sem er ! Það hefur aldrei verið einfaldara að selja vörur og gefa út reikning.

Sölukerfi

UNIT

UNIT kerfið er tímabókunarkerfið sem er byggt upp á einingum. Kerfið hentar einstaklega vel fyrir alla þjónustu eins og snyrtistofur og hárgreiðslustofur t.d. sem þurfa að hafa góða yfirsýn yfir bókaða tíma.

UNIT

Bílabókunarkerfi

Bílabókunarkerfi Smartmedia er hannað fyrir kröfuharða enda er kerfið þróað í nánu samstarfi við nokkrar íslenskar bílaleigur. Einfalt kerfi sem auðveldar utanumhald utan um þinn bílaflota. Bjóddu viðskiptavinum þínum að bóka bílinn strax á netinu.

Bílabókunarkerfi

Vefsíður

Vefsíðan þín er glugginn fyrir þitt fyrirtæki á netinu. Smartmedia aðstoðar þig við allt sem snýr að þinni vefsíðu, einföld upplýsingasíða eða flókin vefsíða með sérlausnum þá leysum við það með þér! 

Vefsíður

Önnur þjónusta

Smartmedia býður upp á ýmsa aðra þjónustu sem helst hönd í hönd við þær lausnir sem við bjóðum upp á.
Gerðu netverslunina þína sjálfbæra með bókhaldstengingu og vertu sýnilegri á vefnum með leitarvélabestun.

Smartmedia

Starfsmenn Smartmedia kappkosta við að veita þér þá þjónustu sem þú átt skilið að fá. Átta starfsmenn vinna hjá Smartmedia, fjórir í Eyjum og fjórir í Reykjavík. Mikil reynsla starfsmanna ásamt ýmiss konar menntun knýr hópinn okkar áfram í því að gera betur á hverjum degi og aðstoða núverandi sem og nýja viðskiptavini við að ná lengra.

Hugbúnaðarlausnir okkar eiga það allar sameiginlegt að vera einfaldar fyrir alla, konur sem kalla. Allur okkar hugbúnaður er hannaðar og þróaður af okkar starfsmönnum á Íslandi og leggjum við mikla áherslu á einfaldleika og sveigjanleika í öllum okkar lausnum.

Við tengjum þig

Veflausnir okkar tengjast öllum helstu kortahirðum og kortalausnum, þú velur þinn þjónustuaðila og við sjáum til þess að þetta gangi hnökralaust fyrir sig.

Smartwebber vefumsjónarkerfið

Vefumsjónarkerfi Smartmedia, Smartwebber (CMS) er kerfið sem knýr vefsíður okkar viðskiptavina áfram. Smartwebber kerfið er allt hannað, þróað og smíðað af okkar starfsmönnum á Íslandi og er því al-íslenskt kerfi í alla staðu. Kerfið er hægt að hafa á íslensku, ensku og dönsku.
Nýverið fór fram endurhönnun á öllu kerfinu og leit útgáfa 3 dagsins ljós á vormánuðum 2015 og höfum við verið að bæta kerfið markvisst alla tíð síðan.
Kostir þess að vera með sitt eigið kerfi er sú þekking sem verður til auk gríðarlegs sveigjanleika þegar kemur að því að bæta við sérlausnum inn í kerfið.