Wordpress vefsíður

Vegna fjölda fyrirspurna og áskoranna höfum við ákveðið að bæta við uppsetningu á Wordpress vefsíðum í flóruna hjá okkur.

Allar vefsíður sem settar eru upp af Smartmedia eru snjallvænar og aðlaga sig þar af leiðandi að mismundandi skjástærðum tölva, spjaldtölva og snjallsíma.

Wordpress er stærsta vefumsjónarkerfi í heiminum í dag, það er jafnframt opið og því þarf ekki að greiða aðgangsgjöld að kerfinu sjálfu.

Wordpress hentar frábærlega í blogg- og fréttasíður ásamt venjulegum upplýsingasíðum en kostir kerfisins eru að það er til mikið úrval af útlitum sem hægt er að kaupa við kerfið ásamt því að það er mikið úrval af viðbótum (plugins) sem hægt er að velja um og bæta við síðuna.

Uppsetning á Wordpress síðu í gegnum Smartmedia kostar frá 149.990 (án vsk), en hvert og eitt verkefni er þarfagreint og síðan tilboð sett saman í það út frá þeim forsendum sem fyrir eru.