Vörumerkjahönnun

Vörumerki (e. Logo) er merki eða tákn sem gerir neytendum kleift að aðgreina vörur og þjónustu eins aðila frá vörum eða þjónustu annars aðila. Vörumerki þjóna mikilvægu hlutverki við markaðssetningu og eru oft ein verðmætasta eign fyrirtækja. Smartmedia hefur mikla reynslu í hönnun vörumerkja fyrir viðskiptavini sína.

Megin markmið við gerð vörumerkja er að hafa þau einföld því hugsa þarf út í marga hluti þegar vörumerki eru hönnuð. Hugsanlega vill maður einhverntímann geta skorið vörumerkið út í járn eða við t.d. og þá er erfiðara að framkvæma slíkt ef mikil smáatriði eru í logo-inu. Litir skipta líka miklu máli og þarf þá að horfa til litasamsetningar í vörumerkinu í samræmi við hvað vörumerkið á að standa fyrir. Stafaletur er síðan eitthvað sem þarf að hugsa vel út því nánast öll vörumerki hafa einhvern texta sér við hlið, hvort sem það er nafn fyrirtækisins eða slagorð sem hangir með vörumerkinu sjálfu. Oft eru vörumerki eingöngu byggð á letri eða letursamsetningum.
 
Skoðaðu verkefnamöppuna okkar, hún inniheldur gott yfirlit yfir þau fjölmörgu verkefni sem Smartmedia hefur unnið fyrir sína viðskiptavini í gegnum tíðina.