Vefsíður fyrir þig og þitt fyrirtæki

 
 
 
 
Ef þig vantar einfalda og flotta lausn til að koma þínu fyrirtæki eða þinni þjónustu á framfæri þá er stöðluð heimasíða alveg kjörin fyrir þig.
 
Svona virkar þetta, þú velur þér eitt af okkar fjölmörgu stöðluðu útlitum, sendir okkur myndir/logo og óskir um litasamsetningu. Við setjum hönnuðinn okkar í málið en hann kemur með tillögu að útlitinu sem þú svo samþykkir eða kommentar á. Þegar það ferli er búið tengjum við útlitið við vefumsjónarkerfið og setjum vefsíðuna upp á þínu léni.
 
Við höfum einnig hannað fjölda vefsíðna fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Gott er að nota vefsíður til að skilgreina upplýsingar um starfsemi, taka á móti fyrirspurnum og skrifa efni sem upplýsir þína viðskiptavini svo dæmi séu tekin. Í raun getur vefsíðan verið eins og starfsmaður sem er alltaf í vinnunni. Því er þetta góð fjárfesting sem eykur sýnileika þinn til muna. 
 
Auðvelt er að setja video á síðu í gegnum Smartwebber sem og skjöl, fréttir og myndir. Við erum einnig með starfsmannakerfi sem er virkilega einfalt og sýnir það sem þú vilt að komi fram hjá hverjum starfsmanni. Við bjóðum upp á fréttaflokka en þá er hægt að flokka niður fréttir eða greinar eftir deildum eða áherslum hjá fyrirtækinu, jú eða starfsmönnum. 
 
Einnig ef þú vilt vera með uppskriftarsíðu þá er gott að geta flokkað niður og auðveldað leit notandans. Einnig eru stikkorðin sniðug en hægt er að nota stikkorð við hverja frétt og þannig auðvelda leit. Því allt snýst þetta um að koma skilaboðunum áfram á sem auðveldastann hátt. Auglýsingakerfið okkar er líka virkilega þægilegt en þar geturu sett inn upphafsdag og lokadag, séð hversu oft hefur verið smellt á hana eða hún skoðuð. Virkilega gott ef verið er að selja auglýsingar á sinni síðu, t.d viku í senn en þá þarf ekki að passa sig að muna að taka hana út. Smáauglýsingakerfi og innranet fyrir fyrirtæki eru líka fáanleg en það er virkilega gott þegar að starfsmenn eru margir eða þá dreifðir víðsvegar um landið og heldur upplýsingum á einum stað. 
 
Þegar verið er að fara í vefsíðugerð þá er virkilega gott að þarfagreina í upphafi og meta núverandi stöðu. Þannig er hægt að mæla árangur og vera virkur í stöðugri þróun á þínu efni, fjárfesting sem skilar sér svo sannarlega.
 
 

Fjöldi valmöguleika fyrir þína vefsíðu

Smartwebber vefumsjónarkerfið er einfalt og öflugt. Við bjóðum upp á fjölda aukakerfa til að auðvelda þér að setja inn efni, myndir eða hvað sem er. Hægt er að tímasetja allt sem sett er inn og því auðvelt að skipuleggja sig vel þegar kemur að vefumsjón. Efirfarandi kerfi eru í boði fyrir vefsíður...

  • Veftré *
  • Fréttir *
  • Auglýsingar *
  • Skráakerfi *
  • Verslanir
  • Starfsmannakerfi
  • Stikkorð
  • Dagatal
  • Innranet
  • Smáauglýsingar


* Þessi kerfi eru innifalin í stöðluðum vefsíðum frá Smartmedia