Tímabókunarkerfið þitt

Þarftu að bóka næsta tíma fyrir þinn viðskiptavin eða finna lausan tíma og eiga alla sölusögu um hann ? Með því að stofna hann í kerfinu á einfaldan hátt heldur þú utan um sögu hans og gefið honum þau kjör sem hann á skilið. Því þegar á botninn er hvolft snýst þetta um að hlúa vel að þínum viðskiptavinum og bjóða upp á bestu þjónustuna. 

UNIT er tímabókunarkerfi sem hentar fyrir alla þjónustu sem krefst þess að bókaður sé tími. Það skipuleggur þinn rekstur og það sem betra er þá er sölukerfið miniPos innifalið sem þýðir að þú getur afgreitt út þjónustu og vörur í leiðinni.
Til dæmis nýtist þetta fyrir: hárgreiðslu og snyrtistofur, smur eða dekkjaverkstæði, sjúkraþjálfara, nuddara, tannlækna, dekkjaverkstæði, einkaþjálfara og já , listinn er endalaus.
Hægt er að bæta tímabókunarkerfinu á heimasíðuna þína og leyfa viðskiptavinum að finna sér lausan tíma eftir t.d þjónustu eða starfsmönnum. 

Með UNIT kerfinu geturðu skráð opnunartíma niður á daga og vinnutíma eftir starfsmönnum þínum. Auðvelt er að skrá hvaða þjónustu hver starfsmaður vinnur og selja út frá því. Segjum sem svo að einungis einn starfsmaður setji permanent í hár. Þá er einungis hægt að skrá þá tíma á þann starfsmann, en þið skiljið hvað við erum að fara með þessu. 

Það er gott yfirlit í UNIT og hægt að sjá á myndrænan hátt hvernig og hversu mikið hefur verið bókað. Hvort sem það er yfir daginn, vikuna, mánuð eða lengur. Skrá niður ef viðkomandi mætir ekki, lengja tímann eða fylla út viðskiptaspjald um hann. Hver starfsmaður á sinn lit í kerfinu og auðveldar það yfirsýn, svo þarf bara að draga til bókaðan tíma ef það á að færa hann. 

Kosturinn við að vera líka með sölukerfið miniPos er sá að hægt er að klára alla söluna og vera með utanumhald um reksturinn. Gefa út og halda utan um reikninga, birgðir, vsk, uppgjör ofl. Og núna bjóðum við þér að senda reikninga beint til innheimtu í heimabankann hjá þínum viðskiptavin. 

Grunnkerfi og eiginleikar UNIT tímabókunarkerfisins

Tímabókanir

Taktu niður bókanir fyrir þinn rekstur og hafðu yfirlit yfir það sem þú ert að gera eftir degi, viku eða starfsmönnum jafnvel. Færðu til bókanir á auðveldan hátt.

Sölukerfi

Sendu tímabókunina beint í miniPos sölukerfið, bættu við vörum og/eða annarri þjónustu og afgreiddu viðskiptavininn á fljótlegan og þæginlegan hátt.

Reikningar

Með reikningakerfinu geturðu gefið út og sent reikninga/kvittun jafnóðum og færsla er kláruð. Hægt er að bakfæra reikninga og kalla þá fram hvenær sem er.

Viðskiptamenn

Hægt er að stofna viðskiptamenn á mjög einfaldan hátt í sölukerfinu. Kerfið heldur svo utan um sögu þess viðskiptamanns.

 

Eiginleikar í UNIT tímabókunarkerfinu

Vöruleit

Vöruleitin í Sölukerfinu er hraðvirk, einföld og þægileg. Í henni geturðu leitað eftir strikamerki, vörunúmeri og titli vöru. Þetta er líklega mest notaða tólið í kerfinu.

Pantanir

Í pöntunum geturðu skoðað hverja pöntun fyrir sig, sent hana í sölukerfið, bakfært hana, eytt henni eða breytt henni.

Afsláttarkerfi

Afsláttarkerfið gefur þér möguleika á því að stofna tímabundna afslætti á vörur eða vöruflokka.

Tölfræði

Tölfræðin birtir rauntíma sölu, gott að nota hana til að fylgjast með sölu dagsins og eða skoða söluna niður á viku / mánuði.

Uppgjör

Með uppgjörinu geturðu gert upp per dag eða gert marga daga upp í einu. Þegar starfsmaður klárar uppgjörið getur hann látið niðurstöðurnar sendast áfram á tölvupósti. Þessi gögn eru svo aðgengileg í kerfinu.

Geymdar færslur

Geymdar Færslur bjóða þér upp á að setja saman pöntun sem þú vilt geyma og sækja eða bæta í seinna. Mjög einfalt og þægilegt viðmót.

Birgðakerfi

Með birgðakerfinu geturðu sett birgðir á vörur og eiginleika.

Strikamerkjaskanni

Hægt er að tengja t.d. usb strikjamerkjaskanna við MiniPosann og skjóta þannig út vörum þegar þær eru afgreiddar.

Stór eða stærri - veldu nú

miniPos unit

...fyrir verslun og þjónustu með tímabókanir

12.990 kr/mán 16.108 m/vsk
 • miniPos Sölukerfið
 • UNIT tímaskráningarkerfið
 • þittnafn.minipos.is
 • Ótakmarkaður fjöldi vara
 • Ótakmarkaður fjöldi færslna
 • Aðstoð í gegnum tölvupóst
 • 2 notendur
 • 6 mánaða binditími

miniPos unit+elite

...fyrir verslun, netverslun og heildsölu

19.990 kr/mán 24.788 m/vsk
 • miniPos Sölukerfið
 • UNIT tímaskráningarkerfið
 • Stöðluð Netverslun frá Smartmedia
 • Heildsölukerfi með innskráningu
 • Sett upp á þínu eigin léni
 • Ótakmarkaður fjöldi vara og færslna
 • 2gb fyrir tölvupóst og 2gb fyrir lén
 • 2 notendur
 • 12 mánaða binditími