Sölukerfið miniPos er einfalt kassakerfi

miniPos er veflægt sölukerfi sem gerir þér kleift að selja hvað sem er og hvenær sem er.  Það hefur líklega aldrei verið einfaldara að gera reikninga og senda þá beint í innheimtu. miniPos hentar öllum þeim sem vilja geta selt vörur eða þjónustu á einfaldan hátt og geta fylgst með sölunni í rauntíma.

 
 
Það eina sem þú þarft til að byrja er tölva eða spjaldtölva og tenging við internetið. Gerist ekki einfaldara. Hægt að gera upp í lok dags og vera með marga notendur til að skrá og fylgjast með sölu. Senda vsk-skýrslur, taka út pantanir eða reikninga og sía niður eftir þínum þörfum. Þú getur fengið posa hjá næsta þjónustuaðila og tekið við greiðslum, sent beint til innheimtu í gegnum sölukerfið, skráð niður gjafabréf, búið til reikningsviðskipti ofl. 
 
miniPos hentar því breiðu sviði þegar kemur að sölu. Hvort sem þú ert með verslun, heimakynningar, verktaki, pípari, rafvirki, heildsali, já listinn er mjög langur en þá hentar miniPos þér.
 
 

Netverslun og miniPos vinna saman sem eitt

- það hefur aldrei verið eins auðvelt að reka verslun og netverslun saman eins og nú með miniPos Pro pakkanum

  • Eitt utanumhald um birgðir
  • Tvö kerfi sem vinna hnökralaust saman á einum gagnagrunni
  • Góð rauntímatölfræði yfir alla sölu (aðgengileg hvar sem er)

Grunnkerfi og eiginleikar miniPos sölukerfisins

Sölukerfi

Seldu hvað sem er, hvenær sem er. Sölukerfið gerir þér kleift að selja vörur og þjónustu á einfaldan hátt. Hægt er að skanna inn strikamerki, slá inn heiti í leitina eða fletta í vörulista.

Reikningar

Með reikningakerfinu geturðu gefið út og sent reikninga/kvittun jafnóðum og færsla er kláruð. Hægt er að bakfæra reikninga og kalla þá fram hvenær sem er.

Vörukerfi

Vörukerfið er grunnurinn að MiniPos en í því stofnarðu þína vöru með þeim upplýsingum sem þú vilt, t.d. strikamerki og vörunúmeri. Þú getur einnig stofnað vöruflokka og eiginleika á vöru í vörukerfinu.

Viðskiptamenn

Hægt er að stofna viðskiptamenn á mjög einfaldan hátt í sölukerfinu. Kerfið heldur svo utan um sögu þess viðskiptamanns.

 

Eiginleikar miniPos sölukerfisins

Vöruleit

Vöruleitin í Sölukerfinu er hraðvirk, einföld og þægileg. Í henni geturðu leitað eftir strikamerki, vörunúmeri og titli vöru. Þetta er líklega mest notaða tólið í kerfinu.

Pantanir

Í pöntunum geturðu skoðað hverja pöntun fyrir sig, sent hana í sölukerfið, bakfært hana, eytt henni eða breytt henni.

Afsláttarkerfi

Afsláttarkerfið gefur þér möguleika á því að stofna tímabundna afslætti á vörur eða vöruflokka.

Tölfræði

Tölfræðin birtir rauntíma sölu, gott að nota hana til að fylgjast með sölu dagsins og eða skoða söluna niður á viku / mánuði.

Uppgjör

Með uppgjörinu geturðu gert upp per dag eða gert marga daga upp í einu. Þegar starfsmaður klárar uppgjörið getur hann látið niðurstöðurnar sendast áfram á tölvupósti. Þessi gögn eru svo aðgengileg í kerfinu.

Geymdar færslur

Geymdar Færslur bjóða þér upp á að setja saman pöntun sem þú vilt geyma og sækja eða bæta í seinna. Mjög einfalt og þægilegt viðmót.

Birgðakerfi

Með birgðakerfinu geturðu sett birgðir á vörur og eiginleika.

Strikamerkjaskanni

Hægt er að tengja t.d. usb strikjamerkjaskanna við MiniPosann og skjóta þannig út vörum þegar þær eru afgreiddar.