Netverslunarkerfið Smartwebber 3.0

Gott að hafa í huga í upphafi

Áður en farið er af stað er gott að íhuga eftirfarandi atriði:

 • Er komið nafn á netverslunina og viðeigandi lén? ISNIC – sér um skáningu léna undir landsléninu .is – sjá hér.
 • Huga þarf að lógó, litasametningum og myndefni til að nota á síðunni.
 • Hvaða greiðslumöguleika viltu bjóða upp á?
 • Hvaða sendingarmöguleikar eru fyrir hendi?

Ýmsar grunnstillingar

Grunnstillingar sem þarf að fara yfir

Þú velur Stillingar í valmyndinni vinstra megin. Þá ertu kominn inn í grunnstillingar sem þarf að gera áður en lengra er haldið.

Titill Vefsíðu

Hér er gott að setja inn lýsingu á vefsíðunni/netverslunni en þetta er titillinn sem birtist notandanum þínum (sá titill sem þú sérð t.d. á hverjum tab fyrir sig í vafranum þínum)
. Gott er að nota þennan titil til að hjálpa þér við leitarvélabestun en að velja réttan titil getur hjálpað þér að klífa leitarvélarnar hærra. Ekki er æskilegt að titill sé of langur.

Netfang vefsíðu

Hér verður þú að setja inn netfang vefsíðunnar, en þetta netfang mun fá allar fyrirspurnir sem berast í gegnum vefsíðuna og ef um netverslun er að ræða að þá berast pantanir líka á þetta netfang.

Greiðslu Upplýsingar

Þetta á eingöngu við ef þú ert með netverslun, en þarna geturðu sett inn upplýsingar sem þú vilt að birtist á þínum staðfestingarpósti sem sendist sjálkrafa út þegar viðskiptavinur pantar á netinu. Ef t.d val um millifærslu er í boði á síðunni þinni er gott að taka fram bankaupplýsingar og kennitölu.

Upplýsingar í fæti
Þetta eru upplýsingar sem birtast í “footer” á heimasíðu.

Hlaða favicon

Ef þú vilt setja favicon á vefsíðuna þína (icon sem birtist uppi í tabs þegr síða er opin í vafra) að þá þarftu að setja inn icon sem er 16x16px

Hér er dæmi um vefsíðu sem þú getur búið til favicon úr mynd fyrir þig

Skrá síðu hjá Google

Gott er að skrá síðuna sína hér hjá Google  þar er slóðin á síðuna þína sett inn.
Þegar búið er að gera þetta þá hefur leitarvél Google skannað allar síður og undirsíður og auðveldara er að finna þína síðu í leitarvélinni þeirra.

Skrár

Skráarkerfið heldur utan um allar myndir og skrár í Smartwebber vefumsjónarkerfinu hvort sem það eru myndir eða skrár sem tilheyra vörum, fréttum, starfsmönnum, auglýsingamyndir eða aðrar myndir og skrár.
Þú getur búið til möppur, undirmöppur og raðað skrám inn í hvaða möppu sem er og skiptir því ekki máli hvort um mynd eða aðrar skrár eru að ræða eins og pdf skjöl eða eitthvað annað.

Að búa til og bæta við möppum

 1. Til að stofna nýja möppu, þá þarf að ýta á  hnappinn í hægra horninu uppi.
 2. Því næst er settur inn titill á vörunni og gott að hafa hann lýsandi fyrir innihald möppunnar
 3. Síðan er ýtt á Vista hnappinn og mappan verður til.
  Allar möppur sem eru búnar til fara sjálfkrafa í birtingu. Til að taka möppuna úr birtingu, þá ýtiru á  hnappinn, við það breytist hann í  sem táknar að mappan er komin úr birtingu

 

Að bæta skrám við í möppu

 1. Þú þarft að vera inn í þeirri möppu sem bæta á skrám inn í hverju sinni
 2. Næst ýtir þú á  Bæta við skrá hnappinn, við það opnast gluggi þar sem þú velur þær skrár sem þú vilt setja inn í þessa möppu (skrárnar eru staðsettar í tölvunni þinni)
  Þú getur auðveldlega valið allar skrár í ákveðinni möppu á tölvunni þinni með því að ýta á CTRL+A í PC eða cmd+A í MAC
 3. Vefumsjónarkerfið sýnir síðan þegar verið er að hlaða skránum inn. Að því loknu getur þú birt eða afbirt þær skrár sem þú vilt hverju sinni. Ekki þarf að vista slíkar breytingar þar sem þær vistast jafn óðum og þú gerir þær.

Að stofna vöru

Til að stofna vöru þá eru skrefin svona

 1. Farið er farið inn í Vörur í valmyndinni vinstra megin (þú lendir á sjálfkrafa inn í undirflokknum Vörur)
 2. Til að stofna nýja vöru er ýtt á gráa “plúsinn” sem er ofarlega hægra megin og þá ertu kominn beint inn í vöruspjaldið
 3. Þau svæði sem flestir þurfa að fylla í eru eftirfarandi:
  ​> Titill – Þar seturðu titil sem er lýsandi fyrir vöruna t.d. Nuddrúlla 45cm blá (titillinn getur aldrei verið sá sami á vörum)
  Flokkar – Þarna geturðu valið vöruflokk sem varan á að birtast í (miðast við það að þú hafir stofnað hann áður) eða þú getur einfaldlega skrifað nafn á flokki og kerfið býr hann sjálfkrafa til (ef þú býrð til flokk úr vöruspjaldinu að þá þarftu að fara svo í Vöruflokkar og birta flokkinn með því að ýta á gula hnappinn hægra megin, hann breytist svo í grænan og þá er flokkurinn kominn í birtingu)
  Vörunúmer – Gott getur verið að setja inn vörunúmer birgja eða einkennandi vörunúmer fyrir þig til að geta gengið alltaf í rétta vöru þegar pantað er.
   Strikamerki –  Ef þú ert með MiniPos frá okkur og notar skanna þá mælum við með að skjóta eða setja inn strikamerki hér
  Fullt verð –  Hér seturðu inn verðið á vörunni, Gamalt Verð geturðu notað ef þú vilt sýna afslátt af vörunni, þá seturðu nýtt verð í Fullt Verð og gamla verðið í Gamalt Verð, vefsíðan birtir þá bæði verðin en sýnir t.d. strik yfir gamla verðið til að sýna fram á afslátt.
  Lýsing – Hér seturðu annað hvort inn stutta og hnitmiðaða lýsingu á vörunni og/eða setur inn þær upplýsingar sem þú vilt
  Meginmál –  Meginmál er nokkurs konar framhald á Lýsing þ.e.a.s. ef þú ert með miklar upplýsingar um vöruna að þá seturðu góðan inngang í Lýsing og nánari upplýsingar í Meginmál. Góður & lýsandi texti á vöru mun hjálpa ykkur að skora hærra á leitarvélunum, þannig hafa það endilega í huga.
 4. Tögg – Ef útlitið á vefsíðunni þinni býður upp á tögg að þá geturðu sett þau inn á hverja vörur fyrir sig
 5. Eiginleikar – Ef þú ert með eiginleika að þá geturðu bætt þeim við hér á sama hátt og gert með með Flokka sem farið var yfir í dæminu hér að ofan.
 6.  Vista –  Þegar þeir liðir sem eru nefndir hér að ofan að eru búnir að þá er best að Vista  en það er gert með því að ýta á græna takkann efst í hægra horninu – Þá býr kerfið til vöruna með vefslóð og öðru.
 7. Leitarvélabestun – Nú þegar þú ert búin að vista vöruna að þá geturðu farið í leitarvélabestun á síðunni
  Vafratitill –  Þetta er titillinn sem birtist efst í vafranum og á að vera lýsandi fyrir vöruna t.d. Blá nuddrúlla til að endurnæra þreytta vöðva (mikilvægt að þessi texti fari ekki yfir 50 stafabil)
  H1 titill – Kerfið býr til sjálfkrafa H1 titill úr titlinum sem þú settir í upphafi á vöruna. H1 titill er notaður til þess að setja á lýsandi hátt upplýsingar um innihald síðunnar til að reyna vekja áhuga notandans að lesa/skoða síðuna nánar.
  Slóð –  Kerfið býr sjálfkrafa til slóð úr titlinum sem þú settir á vöruna, EF þú vilt breyta því þá verðurðu að passa þig að gera það rétt. Slóð má t.d. ekki innihalda íslenska stafi og það verður að vera bandstrik á milli orða t.d. bla-nuddrulla-45-cm
 8. Myndir –  Til að tengja mynd við vöruna að þá er hægt að leita að myndum með að nota leitina og það er einnig hægt að hlaða inn mynd og setja hana beint í möppu þarna inni.
 9. Birta vöru – til að setja vöru í birtingu að þá er ýtt á gula takkann í svörtu línunni, guli takkinn breytist í grænan takka þegar vara er kominn í birtingu.
 10. Vista – Til að vista þær breytingar sem þið voruð að gera er best að ýta á Vista aftur

Merki (vörumerki)

Merki (Vörumerki)

Vörumerkjakerfið heldur utan um öll þau vörumerki sem þú selur. Þannig getur verið auðvelt að birta vörur í netverslun eftir vörumerkjum eða jafnvel nota slíkt til að sía út ákveðið vörumerki í netverslun ef maður er t.d. að skoða vöruflokk sem heitir Sjampó og maður vill bara sjá ákveðið vörumerki fyrir öll sjampó.

Að búa til nýtt vörumerki

 1. Þegar stofna á vörumerki, þá skal ýta á  hnappinn í hægra horninu.
 2. Því næst skal gefa vörumerkinu nafn (titil).
 3. Einnig er hægt að skrifa stutta lýsingu við vörumerkið og hafa síðan lengri texta um það í meginmálinu.
  Svo er líka hægt að bæta við mynd (logo) á vörumerkið sem birtast þá á vefsíðunni en það fer eftir uppsetningu hvernig þetta birtist.
 4. Að þessu loknu skal ýta á Vista hnappinn.

 

Að tengja vöru og vörumerki saman

 1. Til að tengja þetta tvennt saman, þá þarftu að fara í vörukerfið, finna vöruna, opna vöruspjaldið og bæta vörumerkinu á vöruna.

Vörukerfi

Stillingar fyrir fjölda vara á forsíðu

Farið er inn í Stillingar í valmynd vinstra megin og þar í Vörur.

ATHUGIÐ: Þegar breyta á fjölda vara að þá er mikilvægt að láta fjöldann ganga alltaf upp við það hvernig vefverslunin er sett upp, ef að hún birtir 3 vörur í röð að setja þá alltaf upp fjölda sem gengur upp í 3 (3,6,9,12,15)
Einnig er mikilvægt að hafa í huga að því fleirri vörur sem þú vilt að birtist á forsíðu eða í vöruflokki að því meira load verður á síðunni.

Fjöldi vara á forsíðu

Hér geturðu sett inn tölu sem birtir þá þann fjölda af vörum á forsíðunni. Ef þú vilt hafa margar vörur á forsíðunni að þá er gott að skoða hvað annað sé á forsíðunin og hvort að það væri betra ef Smartmedia myndi bæta við sérstökum loader sem loadar vörur  eins og þú skrollar niður síðuna.

Fjöldi vara í vöruflokki

Hér stýrirðu því hversu margar vörur birtast þegar þú ferð inn í vöruflokk. Ef þú ert með t.d. með 50 vörur í vöruflokki og vilt bara að það birtast 12 vörur í einu að þá býr kerfið til blaðsíður sem notandinn getur þá flett á milli.

Vörur – afbirting/birting

Hægt er að filtera vörur eftir því hvort þær eru í birtingu á netversluninni eða ekki. Það er gert í vöruyfirlitinu og  þetta tákn segir að varan sé í birtingu í netverslun.  Þetta tákn sýnir svo að vara sé ekki í birtingu.

Ef farið er í Vörur þá er síu-tákn  staðsett lengst til hægri, þar velur maður að sjá þær vörur sem eru í birtingu jú eða þær sem eru ekki í birtingu.

Þetta gefur góða yfirsýn ef þarf að taka út vörur sem eru ekki lengur í sölu eða ef að vörur hafa verið afbirtar og sending komin aftur og það á að setja þær í sölu.

Auglýsingar

Að stofna auglýsingar

Hér sést yfirlit yfir Auglýsingar. 
Þetta eru allar þær auglýsingar sem þú hefur sett inn í kerfið. Þarna er hægt að sjá hvenær auglýsingin fer í birtingu & hvenær hún dettur úr birtingu. Mjög algengt er þegar að auglýsing er dottin út hjá þér að hún sé útrunnin. 

Gulur litur þýðir að tiltekin auglýsing sé EKKI í birtingu.
Blár litur þýðir að hún sé í birtingu. 

Til að raða auglýsingum í ákveðna röð í þínum slider þá er hægt að smella einu sinni á hana og draga hana upp eða niður í listanum eins og sést hér að ofan. 

Auglýsingakerfið heldur utan um allar auglýsingar, hvort sem þessar auglýsingar séu myndir á forsíðu sem tilheyrir fléttigluggum (e. slider) eða föst mynd annarstaðar á síðunni.
Kostir auglýsingakerfisins eru að þú getur fylgst með hversu oft myndin hefur verið skoðuð (birtist á vefsíðunni þegar einhver skoðar síðuna þína) og einnig heldur kerfið utan um hversu oft hefur verið smellt á þessa tilteknu mynd(filterað í síunni).

Að setja inn auglýsingu krefst þess að þú hafir mynd til að setja inn í fyrirframskilgreint auglýsingapláss.
Auglýsingapláss er ákveðin stærð af glugga sem auglýsing er sett inn í.Hægt er að sjá stærð á plássinu undir auglýsingapláss uppi í svarta borðanum.
Ef fl. en ein auglýsing er í sama auglýsingaplássi, þá breytist auglýsingaglugginn í flettiglugga eða að gluggi sem inniheldur myndirnar birtir þær að handahófi þegar vefsíðan er endurhlaðinn af notanda síðunnar.

Að setja inn auglýsingu

 1. Opnar auglýsingakerfið og ýtir á  hnappinn í hægra horninu uppi og þá birtist þér útlit líkt og á myndinni hér að ofan.
 2. Velur lýsandi titil á tiltekna auglýsingu svo auðvelt sé fyrir þig seinna meir að finna þá auglýsingu sem þú leitar að.
 3. Næst er að velja möppu en myndin sem þú ætlar að setja inn fer í þessa möppu (Ef mappa er ekki til, þá getur þú búið hana til beint í þessum reit með því að skrifa nafnið á henni og ýta á “Add *nafnið*”)
 4. Því næst er að velja staðsetningu (auglýsingapláss) en þetta eru auglýsingapláss sem búið er að skilgreina stærðina á og er með lýsandi titli hvar tiltekið auglýsingapláss er staðsett. t.d. slider forsíða – 3 lítil box etc.
 5. Síðasta atriðið er að hlaða myndinni inn í kerfið. Það er gert með því að ýta á gráa kassan sem inniheldur textann “Drop your image here or click to add!
 6. Muna síðan að ýta á græna hnappinn við myndina þegar búið er að staðsetja hana. Svo er bara að vista uppi í hægra horni þegar það er búið.
 7. Um leið og vistun á auglýsingu hefur átt sér stað, þá verður auglýsingin til en þú þarft síðan að setja hana í birtingu. Þú getur gert það með því að ýta á   hnappinn, við það breytist hann í  hnappinn sem táknar að auglýsingin er komin í birtingu

 

Aðrir valmöguleikar við innsetningu á auglýsingu

 • Slóð: Hægt er að setja vafraslóð á auglýsinguna þannig að ef einhver ýtir á auglýsingun á vefsíðunni þinni, þá er hann fluttur á þá slóð sem þú setur inn.
  Ef þú vilt að viðkomandi auglýsing opnist í nýjum glugga þegar notandi smellir á hana, þá er nóg fyrir þig að haka við “Opna í nýjum glugga”
 • Afbirta og birta auglýsingu: Þetta gefur manni kost á að vera búinn að setja inn einhverja auglýsingu fram í tímann og láta hana síðan birtast á tilteknum degi og hverfa á ákveðnum degi mv. ákveðinn tíma hverju sinni.
  Þetta er einstaklega hentugt ef auglýsa á t.d. afslátt sem er bara í 3 daga og maður sér kannski ekki fram á að hafa tíma fyrir þetta þegar afslátturinn á að byrja.
 • Texti yfir auglýsingu: Hér er möguleiki á að setja þann texta sem þú vilt að birtist ofan á auglýsingunni ef vefsíðan leyfir það en það þarf ekki að vera að slíkt sé í boði.
 • Upplýsingar: Hér er hægt að setja inn hinar ýmsu upplýsingar og hægt að eiga við þær hvað stærð og lit varðar t.d. Þetta eru upplýsingar sem birtast einnig ofan á auglýsingu ef vefsíðan leyfir það en það þarf ekki að vera að slíkt sé í boði.

EF auglýsing er dottin út þá er gott að kanna hvenær hún rennur út. Oft þarf bara að lengja dagsetninguna.

Afsláttur

Setja afslátt á vöru

Hér sést yfirlit yfir alla þá afslætti sem hafa verið búnir til. Hægt að breyta þeim, birta/afbirta og eyða.

Gulur = ekki í birtingu      Blár = í birtingu.
Ef auglýsingin er dottin út þá er gott að kanna hvenær hún rennur út. 

Nýr afsláttur búinn til

 1. Fara skal í plúsinn  og nýr afsláttur gerður.
 2. Setja skal inn titil á afsláttinn sem þú ert að búa og hafa titilinn lýsandi (t.d. Haustútsala 2015)
  • Hægt er að setja afsláttinn á ákveðinn flokk af viðskiptavinum (sem er gert undir viðskiptavinir)
  • Einnig er hægt að setja afslátt á ákveðin vörumerki á auðveldan hátt (ef þú ert með vörumerkjakerfi) sést hér að neðan.
 3. Að setja afslátt á vörur er síðan gert með því að velja tegund afsláttar og síðan afsláttinn/verð í viðeigandi box
  • % (t.d. 10% afsláttur af völdum vörum)
  • kr (t.d. 1000kr afsláttur af völdum vörum)
  • Verð (þá setur maður fast verð á vöruna ef maður vill t.d. vera með lagerhreinsun og býður valdur vörur allar á 2000 kr)
 4. Hægt er að stilla fram í tímann hvenær þessi afsláttur á að byrja og hvenær honum á að ljúka alveg niður á mínútu með því að ýta á dagatals hnappinn og velja rétta dagsetningu/tíma
 5. Afsláttarkóði er síðan valkvætt en þá getur þú búið til þinn eigin afsláttarkóða sem þú notar kannski í auglýsingu í blaði eða á Facebook t.d.
  Ef þú notar afsláttarkóða, þá fær varan/vörurnar ekki afslátt á sig í netverslun fyrr en búið er að setja hana/þær í körfu og kaupandi búinn að slá inn réttan afsláttarkóða inn í körfuna.
 6. Upplýsingarreiturinn er fyrir þig sem eiganda netverslunarinn og er aðalega hugsað sem auka upplýsingar fyrir þig ef eitthvað sérstakt er við þennan afslátt
 7. Síðan er hægt að virkja eða afvirkja afslátt annað hvort inn í afslættinum sjálfum eða í afsláttaryfirlitinu með því að ýta á  hnappinn eða  hnappinn
  Blár hnappur sýnir að afslátturinn er virkur en gulur hnappur sýnir að afsláttur er óvirkur.
 8. Að lokum þarf að velja hvaða vörur eiga að fá þennan afslátt sem þú varst að búa til.
  • Þú getur valið heilan vöruflokk úr listanum hægra meginn. Þá fá allar vörur í þeim flokki afslátt á sig.
  • Þú getur valið stakar vörur í einum eða fl. vöruflokkum
  • Einnig er hægt að leita að vörum með vöruleitinni til að finna réttar vörur sem eiga að fá afslátt.
   ATH. að ef vara er í fl. en einum vöruflokk, þá sérðu að fleiri vöruflokkar verða feitletraðir og fá tölu fyrir aftan sig.
 9. Í lokinn þarf að ýta á Vista hnappinn og síðan CC  hnappinn svo skyndiminnið á servernum hreinsist strax.

 

Hvað er Nota stuðull / Nota vöruafslátt?

Hægt er að búa til tilboð á vörur með afsláttarkerfinu sem gæti verið 2-fyrir-1 eða 3-fyrir-2 jafnvel. Til að gera slík tilboð er eftirfarandi gert…

 1. Býrð til afslátt eins og lýst er hér að ofan með því að setja inn titil, byrjar og líkur og jafnvel afsláttarkóða ef við á!
 2. Því næst skal setja 100 í “Afsláttur/Verð” reitinn og velja % sem “Tegund” vegna þess að þú ert að fara að gefa eina vöru.
 3. Síðan þarf að ýta á litla (+) á þessum bláa kassa til að kalla fram “Nota stuðul” og “Nota Vöruafslátt” og þarna þarf að haka við báða þessa reiti
 4. Ef þú ætlar að vera með 2-fyrir-1 tilboð, þá seturu 2 sem “stuðull” og velur síðan í “Tegund” annað hvort Heildarmagn eða Vörumagn.
  Munurinn á vörumagni og heildarmagni er sá að vörumagn tekur bara sömu vöruna en heildarmagn getur tekið margar ólíkar vörur á bakvið sig.
 5. Undir “Vörur” seturu síðan 1 því þú ætlar að veita 100% afslátt af aðeins einni vöru og síðan veluru Ódýrust undir “Tegund” ef þú ætlar að gefa ódýrustu vöruna.
 6. Að lokum þarf að velja vöruna/vörurnar sem eiga að falla undir þetta tilboð í listanum hægra meginn.
 7. Að lokum þarf síðan að muna að ýta á Vista hnappinn

3 FYRIR 2 afsláttur

Svona myndi afsláttur sem væri 3 fyrir 2 líta út.
Þú ert að gefa ódýrustu vöruna og því er settur 100% afsláttur á hana. Þú verður svo að velja þá vöruflokka /vörur sem þessi afsláttur á að reiknast af með því að haka í boxið.

10% afsláttur ef keyptar eru 3 vörur eða meira. 

Hér má svo sjá að það er ekki hakað í vöruafslátt. En þarna erum við að taka einungis heildarmagn. Td. ef þú kaupir 3 eða fleiri boli þá færðu afsláttinn.

Viðskiptavinir

Viðskiptavinaflokkar

Viðskiptavinaflokkar eru notaðir til að halda utan um viðskiptavini í kerfinu, flokka þá niður í flokka eða undirflokka jafnvel og setja afslátt á flokkana svo auðveldara sé að breyta afslætti á marga viðskiptavini í einu en ekki breyta afslætti á einstaka aðila sem er tímafrekt.

Búa til viðskiptavinaflokk

 1. Þegar stofna á viðskiptavinaflokk, þá skal ýta á  hnappinn í hægra horninu.
 2. Því næst skal gefa flokkunum nafn (titil), velja yfirflokk ef við á, velja viðskiptavina í flokkinn og skrifa upplýsingar við flokkinn ef slíkt þarf að fylgja.
 3. Fyrir neðan þetta eru síðan afslættir, eftir vöruflokkum og vörum. Þá væri hægt að setja ákv. afslátt á heilan vöruflokk eða bara valdara vörur undir ákveðnum vöruflokki.
  Til að þetta sé gerlegt, þá þarf fyrst að stofna afslátt í afsláttarkerfinu og síðan er afsláttur tengdur við viðskiptavinaflokk.
  Passa skal að hafa titla á afsláttum í afsláttarkerfinu lýsandi svo auðvelt sé að skilja hvað hver afsláttur gerir.
 4. Að þessu loknu skal ýta á Vista hnappinn.

Viðskiptavinir

Í yfirlitinu er hægt að flétta upp þeim aðilum sem hafa átt viðskipti við þig með vöru og/eða þjónustu en viðskiptavinir stofnast sjálfkrafa í kerfinu þegar pöntun/sala verður til.
Hér er einnig hægt að festa viðskiptavini á viðskiptavinaflokka sem auðveldar utanumhald t.d. með afslætti til ákveðinna viðskiptamanna.

Sjá fleiri upplýsingar í yfirlitinu og flytja upplýsingar í excel skjal.

 1. Ef maður vill sjá fleiri upplýsingar um viðskiptavinina, þá þarf maður að opna síuna með því að smella á  hnappinn og haka við það sem maður vill sjá.
 2. Síðan þarftu að ýta á eitthvað autt svæði (t.d. hvíta svæðið til hliðar við Smartwebber logo-ið) og þá uppfærist listinn með þeim upplýsingum sem þú vildir sjá/vildir ekki sjá.
 3. Ef þú vilt síðan flytja þessar upplýsingar út í excel skjal, þá er nóg að ýta á  hnappinn.

Breyta upplýsingum um viðskiptavin

 1. Til að breyta upplýsingum um viðskiptavin eins og símanúmeri eða heimilisfangi t.d., þá þarf að ýta á  hnappinn.
 2. Síðan er hægt að breyta því sem þarf að breyta og ýta síðan á Vista hnappinn.

Sjá viðskiptasögu viðskiptamanns.

 1. Oftast er þæginlegast að leita að viðskiptamanni út frá kennitölu eða nafni með því að nota leitina í kerfinu sem er efst í valmyndarstikunni 
 2. Síðan er hægt að ýta á  hnappinn til að kalla fram þær pantanir/sölur sem hafa átt sér stað. Þarna sjást síðan grunn upplýsingar um hverja pöntun/sölu.
 3. Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um staka pöntun, þá er nóg að ýta á 

Sendingarmáti

Sendingamáti er kerfi sem ákvarðar sendingarkostnað mv. þau gildi sem skilgreind eru.
Þannig er hægt að búa til valmöguleika á borð við “Sækja í verslun”, “Senda heim – að dyrum” eða jafnvel “Senda á næsta pósthús” og setja mismunandi kostnað við hvern og einn valmöguleika.

Stofna nýjan sendingarvalmöguleika

 1. Til að stofna nýjan valmöguleika, þá þarf að nýta á  hnappinn í hægra horninu.
 2. Þvi næst er valmöguleikanum gefinn titill en þessi titill birtist í körfunni undir Sendingarmöguleikar.
 3. Tegund er eitthvað sem ætti í flestum tilfellum að vera valið sem Verð. Einnig er hægt að velja um þyngd en það er notað ef rukka á mismikið fyrir sendingu á vörum og tekur kostnaðurinn þá mið af þyngd varanna sem eru í körfunni. Þetta getur hentað vel ef um er að ræða t.d. vörur sem eru með mjög mismunandi þyndir.
 4. VSK er eitthvað sem er gott að velja því það þarf jú að standa skil á slíku líka þó að um sendingarkostnað sé að ræða.
 5. Lágmark fyrir fría sendingu er hægt að stilla og tekur það þá mið af heildarverði þeirra vara sem viðskiptavinur er að kaupa.
  Ef sett er inn 15000 inn í þennan reit og viðskiptavinurinn er með 18.000 í körfunni, þá breytist verðið á sendingarkostnaðinum í 0 kr.
 6. Dagsetning til og frá. Þarna er hægt að ákveða ef t.d. bjóða á viðskiptavini upp á fría heimsendingu á vörum yfir ákv. tímabil. Þá eru dagsetningar stilltar í báðum þessum reitum með því að ýta á  hnappana.
 7. Lýsing kemur einnig fram í körfunni en fyrir aftan titilinn á sendingarkostnaðinum.
  Hugsanlega eru með titilinn “Sækja í verslun” og síðan í lýsingu ertu með “Laugavegi 56”. Annað dæmi er titill “Senda með Póstinum” og lýsing “Rukkað er skv. gjaldskrá póstsins”
 8. Stuðlar eru síðan notaðir til að ákvarða verðið. Ef lágmark og hámark er í 0, þá er bara verið að taka öll verð í körfunni óháð öðrum breytum og síðan er verð sett á það.
  Ef við ýmindum okkur að þú sért með titil “Senda heima að dyrum” og lýsing “með Póstinum” og þú ætlar bara alltaf að rukka 1500 kr fyrir það, þá eru stuðlarnir báðir í 0 og verðið er sett í 1500.
  Ef þú hins vegar vilt rukka X upphæð miðað við ákv. upphæð í körfunni sem gæti verið af því að þú þurfir kannski að senda þetta í ábyrgðarpósti, þá getur sett lágmark í 0 og hámark í 10000 og verðið þá í kannski 1500. Því næst er hægt að búa til nýja stuðul með því að ýta á Bæta við línu hnappinn og setja þá lágmark í 10001, hámark í 20000 og verð í 4000 t.d.

  Með því að gera þetta svona, þá ertu að rukka meira í sendingarkostnað eftir því sem verðmæti vara í körfu hækkar.

 

Stuðlar vegna tegundar

 • Ef nota á þyngd á vöru sem útgangspunkt til að reikna verð á sendingarkostnaði, þá þarf að velja tegund = þyngd.
 • Síðan þarf að setja þyngd á þær vörur sem á að rukka aukalega fyrir vegna þyngdar en það er gert á vöruspjaldinu.
  Þú ræður algjörlega hvaða mælieiningu þú notar en þú þarf að vera meðvituð/meðvitaður um það þegar þú ert að vinna með þyngdir hvaða mælieiningu þú notaðir. Í flestum tilfellum er best að vinna með grömm (1000gr = 1kg).
 • Þar næst eru settir upp stuðlar á eins hátt og lýst var hér fyrir ofan en í staðinn fyrir verð, þá seturu inn þyngdir í lágmark og hámark
  Ef það á t.d. ekki að rukka neitt fyrir vörur sem eru undir 500gr, þá er fyrst búin til stuðull sem er með 0 í lágmark og 500 í hámark og verðið sett í 0.
  Því næst er búinn til nýr stuðull með 501 í lágmark og kannski 2000 í hámark og verðið sett í 1200.
  Ef rukka á síðan 3000 kr fyrir allt sem er fyrir ofan 2000gr í þyngd, þá er búinn til nýr stuðull sem er með lágmark 2001 og hámark 0 og verðið sett í 3000
 • Passa skal að karfan reiknar þyngdir á vörum saman þannig að ef tvær vörur eru í körfu, báðar vörurnar eru 1500 gr, þá er viðkomandi kúnni rukkaður um 3000 kr fyrir sendinguna.
 • Einnig er hægt að búa til hina ýmsu afslætti niður á vöru, vöruflokk,vörumerki eða viðskiptavini sem eru flokkaðir (þurfa þá að vera innskráðir). Getur gefið afslátt annaðhvort af í krónum eða prósentum. Þú getur sett stuðullinn % eða verð og skilgreint þær niður á eftirfarandi tegundir:
  – Verð (ef verslað er fyrir meira en x að þá færðu þetta mikinn afslátt % eða iskr
  – Heildarmagn (ef verslað er fleirri en x vörur að þá færðu svona mikinn afslátt
  – Magn eiginleika (ef þú verslar þessa 2x vöru t.d. í gulum lit að þá færðu svona mikinn afslátt)
  – Vörumagn (ef þú verslar 3stk af þessari vöru að þá færðu svona mikinn afslátt)
  Svo er hægt að skilgreina hvort að afsláttur sé tekinn af dýrustu eða ódýrustu vörunni.

Pantanir

Pantanakerfið inniheldur allar pantanir/sölur sem gerðar hafa verið í gegnum bæði netverslun og sölukerfið miniPos.
Þú sérð muninn á þessum pöntunum undir Söluaðili en Web = netverslun og ??? = miniPos þar sem ??? táknar notandanafn þess sem er innskráður inn í kerfinu.

Ég vil sjá fleiri upplýsingar í yfirlitinu

 1. Ef maður vill sjá fleiri upplýsingar um pantanir, þá þarf maður að opna síuna með því að smella á  hnappinn og haka við það sem maður vill sjá.
 2. Síðan þarftu að ýta á eitthvað autt svæði (t.d. hvíta svæðið til hliðar við Smartwebber logo-ið) og þá uppfærist listinn með þeim upplýsingum sem þú vildir sjá/vildir ekki sjá.
 3. Ef þú vilt síðan flytja þessar upplýsingar út í excel skjal, þá er nóg að ýta á  hnappinn.

 

Sjá þær vörur sem eru á bakvið pöntunina

 1. Til að sjá þær vörur sem eru á bakvið hverja pöntun fyrir sig, þá er fljótlegast að ýta á hnappinn fyrir framan hverja pöntun.
 2. Einnig er hægt að ýta á  hnappinn til að fara inn í pöntunina og þannig sjá bæði allar upplýsingar um pöntunina og vörur á bakvið tiltekna pöntun.

 

Ýmsar skipanir

 1. Hægt er að bakfæra pöntun beint með því að smella á  hnappinn og við það bakfærast allar birgðir beint til baka á rétta staði í vörukerfinu ef vefurinn þinn er að notast við birgðakerfi.
 2. Hægt er að endursenda kvittun fyrir pöntun á e-mail eða prenta það út með því að ýta á  hnappinn. Upp kemur box þar sem þú getur valið hvað þú vilt gera.
 3. Hægt er að taka pöntun inn í minipos og breyta henni með því að smella á  hnappinn en þá er maður fluttur yfir í miniPos sölukerfið þar sem maður getur breytt pöntun og keyrt hana aftur út.
 4. Svo er hægt að Eyða pöntun eða breyta upplýsingum í hverri pöntun fyrir sig.

Fréttir

Stofna fréttaflokk

Til að stofna fréttaflokk er fyrst farið inn í Fréttir en þegar þangað er komið að þá er í dökkgráu valstikunni Fréttir og Flokkar, þar velurðu Flokkar.

Til að stofna nýjan flokk ýtirðu á plúsinn  sem er ofarlega hægra megin.

Fréttaflokkar eru notaðir svo að hægt sé að filtera fréttir niður á framenda og eða láta fréttir birtast á mismunandi vefsíðum/undirsíðum. Til dæmis til að flokka uppskriftir niður eftir mismunandi flokkum eða skrifa um mismunandi efni eftir deildum fyrirækis ofl. Til að stofna nýjan flokk ýtirðu á plúsinn  sem er ofarlega hægra megin.

Stofna frétt

Fyrst ferðu inn í Valmyndina (sem er efst uppi vinstra megin) og velur þar “Fréttir” 

Til að stofna frétt ýtirðu á “gráa plús iconið” sem er ofarlega hægra megin.

Í Titill skrifar þú þann titill sem þú vilt hafa og það er gott að hafa í huga að þessi titill verður svo að slóð á netinu t.d. frétt sem ber titillinn “Hvað er að frétta” yrði með svona slóð  /hvad-er-ad-fretta

Yfirtitill og undirtitill eru ekki nauðsynleg field að fylla út en ef það á að nota þau, þá þyrfti að vera búið að gera ráð fyrir þeim í útlitinu 

Lýsing er formáli sem birtist yfirleitt sem inngangur í fréttina og er því yfirleitt stuttur texti settur þar en Meginmál er aftur á móti notað fyrir mikinn texta

Hægra megin geturðu svo hlaðið inn mynd og sett með fréttinni.

Eins og alltaf þegar þú hefur lokið við fréttina að ýta þá á Vista.

Setja inn birgðir

Haldið er utan um birgðir inn í hverri vöru fyrir sig, nánar tiltekið í reitnum sem heitir “Eiginleikar og Birgðir

Ef þú ert ekki með neina eiginleika né eiginleikaflokka á vörunni og vilt hafa birgðir að þá er nóg að setja fjölda stykka í reitinn hjá “Enginn Eiginleiki”

Ef þú ætlar vilt nota eiginleika að þá geturðu stofnað þá í reitnum fyrir ofan “eiginleikar og birgðir” og skrifað strax þar inn þann eiginleika sem þú vilt og kerfið stofnar hann. Til þess að setja birgðir á þann eiginleika er sett tala í “stk” reitinn.

Ef þú vilt nota marga Eiginleikaflokka að þá skal hafa í huga að aðeins einn Eiginleikaflokkur getur verið með réttu birgðirnar og er það tikkboxið við hliðina á hverjum eiginleikaflokki sem stýrir því.

Ýmsar tengingar

Google Analytics

Google Analytics er frítt kerfi frá Google sem í sinni einföldustu mynd heldur utan um allar heimsóknir á síðunni þinni.
Auk þess býður það upp á marga aðra möguleika og hægt er að sérhanna sitt eigið Dashboard og velja hvað það er sem þú vilt fylgjast með. Hvort sem það eru heildarheimsóknir, heimsóknir í gegnum samfélagsmiðla eða hvað sem er. 

Til að fá Google Analytics account, þá getur sótt um slíkan hérna en til þess þarftu Gmail aðgang.

http://www.google.is/analytics/

Þegar inn er komið, þá fylgiru leiðbeiningum og á endanum ættiru að sjá list sem inniheldur m.a. “Tracking Info”
Þar inni finnuru kóða sem byrjar á UA-xxxxxxxxxxx

Það dugar einfaldlega að afrita þennan litla kóða og setja inn í Stillingar -> Vefur í  valmyndinni á vinstri hönd í Smartwebber 3.0

Mailchimp

Hér eru settar inn upplýsingar um aðganginn. Eða undir Póstþjónusta sem er staðsett undir Stillingar

Mailchimp Api : Þennan kóða er hægt að finna inná mailchimp.com undir Account -> Extras. Þar sérðu API KEY og setur þann kóða inn. 

Svo þarf að búa til lista sem heitir t.d. Netverslun á Mailchimp. Þegar búið er að stofna lista með öllum netföngum sem á að senda út þá er farið í List og þaðan er farið í Settings – list name&default.  Þar kemur svo fram List ID og kóðinn settur inn hér að ofan. 

Þá er hægt að safna öllum þeim emailum sem eru skráð inn í gegnum póstlista á heimasíðunni þinni og þau fara á réttan lista. 

Gott er að búa til fréttabréf á mailchimp og senda út þegar nýjar vörur eða tilboð koma. Gott er að skoða video og sjá hvernig þetta virkar t.d. hér

Google Verification code

Google Verification Code er notað til að staðfesta eignarhald á vefsíðunni þinni. Kóðinn er svo settur inn í reitinnn Google Verification Code sem er undir Stillingar > Vefur

Til þess að fá þennan kóða, þá þarftu að stofna Google Webmaster aðgang en til þess þarftu Gmail aðgang

https://www.google.com/webmasters/tools/ 

Þegar inn er komið, þá þarftu að bæta þinni vefsíðu við og fara síðan inn í hana í Webmaster Tools.
Í hægra horninu er tannhjól sem þú þarft að ýta á til að fá fram lista. Í honum ýtiru á Verification Details.

Næst veluru Alternate methods og síðan mekiru við Google Analytics og því næst á rauða takka “Verify”

Sitemap

Mjög gott er að geta sett inn sitemap fyrir síðuna sína en það hjálpar Google m.a. að lesa og skilja síðuna betur.

Þannig geturu sett mismunandi priority á mismunandi síður sem gefur til kynna hvaða síður á vefnum þínum eru mikilvægari en aðrar.

Hægt er að lesa betur til um þetta á vefsíðu Google hérna 
Hér er svo XML generator sem býr til xml-sitemap með  því að “crawla” síðuna þína .

Algengar spurningar

Af hverju birtast ekki breytingar á síðu?

Þú varst að breyta texta, bæta við efni í vefstjórann eða búa til nýja vöru í vörukerfi en breytingar skila sér ekki inn á vefsíðuna þína.

Ástæðan fyrir því að breytingar taka ekki gildi samstundis er sú að skyndiminni (e. cache) fyrir vefsíðuna þína hefur ekki verið hreinsað.
Með þessu fyrirkomulagi geturu gert margar breytingar á síðunni þinni og síðan birt þær allar í einu.

Til þess að hreinsa skyndiminnið fyrir vefsíðuna þína, þá er nóg að ýta á  takkan sem er efst í valstikunni.

Hvernig stjórna ég röðun efnis á síðu?

Til að stjórna röðun á efni í Smartwebber 3.0, hvort sem þú ert í vefstjóranum, skráarstjóranum eða jafnvel vöruyfirlitinu t.d., þá er nóg fyrir þig að draga línuna sem þú vilt upp eða niður og setja á þann stað sem þú vilt.

Þú getur raðað efni nánast allsstaðar þar sem er yfirlit t.d. í vefstjóra, fréttakerfi, vörum, vöruflokkum ofl.

Hvaða vafra á ég að nota?

Hvaða vafra á ég að nota?

Smartwebber 3.0 netverslunarkerfið virkar í öllum helstu vöfrum.

Við hjá Smartmedia erum mjög hrifin af Vivaldi vafranum og mælum eindregið með notkun hans vegna þeirra fjölmörgu stillingarmöguleika sem hann býður upp á.

Hægt er að nálgast hann með því að smella hér eða fara inn á https://vivaldi.com

Alltaf er gott að fara inn í stillingar á þeim vafra sem þú nota og athuga hvort að hann sé með nýjustu uppfærslu (ef það gerist ekki sjálfkrafa).

Einnig er gott að hafa i huga Extension og Add on. En hægt er að vera með ýmsar viðbætur t.d. Ad-blocker ofl. en hann getur haft áhrif á það þegar verið er að setja auglýsingu í og úr birtingu. Hægt er að stilla Ad-blocker þannig að slökkt sé á honum á ákveðnum síðum.

 

Download Vivaldi Web Browser Today!