Netverslun

Netverslanir eru okkar fag. Netverslanakerfi okkar Smartwebber býður upp á fallegt útlit á netverslun, er notendavænt og mjög öruggt. Allar netverslanir eru settar upp með svokölluðu SSL skírteini og allar greiðslur fara fram í gegnum öruggar síður. Auðvelt er að skipta vörum upp í flokka, setja inn myndir og bjóða upp á tilboð. Kerfið er hannað, þróað og smíðað af Smartmedia frá grunni og er fáanlegt á íslensku, ensku og dönsku. Þriðja útgáfa kerfisins leit dagsins ljós árið 2015 og erum við stöðugt að bæta við það og uppfæra með aukinn sveigjanleika og einfaldleika að leiðarljósi.

Þjónustan

Við sérhæfum okkur í uppsetningu og þjónustu á netverslunum. Við þarfagreinum með viðskiptavinum þar sem tillit er tekið til vöruúrvals, aðgengis og greiðslumöguleika. Við leggjum okkur fram við að ráðleggja og þjónusta af heiðarleika og sanngirni. Við svörum öllum fyrirspurnum sem berast í gegnum tölvupóst og erum með símatíma kl.10-15 alla virka daga.