Netverslunarkerfið okkar

Kerfið sem við bjóðum uppá nefnist Smartwebber og er hannað, þróað og smíðað frá grunni af starfsfólki Smartmedia. Kerfið býður uppá notendavænar lausnir fyrir lítil sem og stór fyrirtæki til að selja vörur sínar á netinu með einföldum hætti. Í Smartwebber er einfalt að halda utan um vörur og birgðastöðu, stilla afslætti, bjóða mismunandi sendingarmáta ásamt því að halda utan um auglýsingar. Þriðja útgáfa kerfisins leit dagsins ljós nýlega og erum við stöðugt að bæta við það og uppfæra.

Sérsniðnar lausnir

Kostur þess að vera með netverslunarkerfi smíðað frá grunni er að það eru engin takmörk fyrir sérsniðnum lausnum. Áratuga reynsla Smartmedia í forritun á móti allra helstu fjárhags- og bókhaldskerfa ásamt uppsetningum á netverslunum hefur einfaldað ferlið fyrir stór fyrirtæki með margar vörurgeysmlur, þúsundir vörunúmera, fjölbreytt afsláttarkerfi og margt fleira að reka árangursríka verslun á netinu.

Viltu vita meira

Ef þú vilt vita meira um netverslun og kynna þér þjónustu okkar betur þá skaltu endilega heyra í okkur og við bjóðum þér í kaffi. Við bjóðum uppá fund þér að kostnaðarlausu þar sem við sýnum þér kerfið okkar og hvaða lausnir við mælum með. Endilega smelltu á okkur línu en við svörum öllum fyrirspurnum samdægurs.