Leitarvélabestun - SEO

Komdu þinni vefsíðu ofar á leitarvélum!

 

Það vilja allir vera efstir á leitarvélum!
Allir vilja vera á sama staðnum, allir vilja vera í fyrsta sæti og allir vilja vinna "bikarinn" en það er ekki alveg svo einfalt.

Margir þættir spila inn í þegar kemur að því að vera ofarlega á Google og öðrum leitarvélum eins og Bing eða Yahoo t.d.

Aldur léns

Horft er á aldur léns þegar síður eru "crawlaðar" og þær síður sem eru eldri fá oftast meira vægji en yngri síður. Einnig er það þannig að leitarvélar eru búnar að crawla eldri síður mikið mikið oftar en yngri síður sem veldur því að meiri saga er til á bakvið eldri lén en þau yngri.

Að hafa síðuna skalanlega svo hún sé auðlesanleg í öllum helstu tækjum

Google eru farnir að merkja síður sérstaklega og "ranka" þær hærra á leitarvél sinni ef vefsíðan er skalanleg. Þetta er svo sem mjög skiljanlegt og þá sérstaklega að einu leiti og er það vegna stóraukinnar notkunnar á snjallsímum og spjaldtölvum þegar vefsíður eru skoðaðar eða þegar keyptur er varningur/vörur í gegnum slíkar síður.
Hægt er að sjá hvort að þín síða sé "mobile friendly" hérna -> https://www.google.com/webmasters/tools/mobile-friendly/

Hafa sitemap.xml fyrir vefsíðuna

Mjög gott er að geta sett inn sitemap fyrir síðuna sína en það hjálpar Google m.a. að lesa og skilja síðuna betur. Þannig geturu sett mismunandi priority á mismunandi síður sem gefur til kynna hvaða síður á vefnum þínum eru mikilvægari en aðrar. Hægt er að lesa betur til um þetta á vefsíðu Google hérna -> https://support.google.com/webmasters/answer/156184?hl=en&ref_topic=4581190
Hér er svo XML generator sem býr til xml-sitemap með  því að "crawla" síðuna þína -> https://www.xml-sitemaps.com/

Efni síðunnar sé gott, lýsanlegt og uppfært reglulega

Þetta er líklega sá punktur sem Google amk. horfir hvað mest í en það er efni síðunnar. Þegar við tölum um efni síðunnar, þá erum við að tala um content. Content getur verið bæði texti og myndir. Texti verður að vera lýsandi fyrir síðuna en þess ber þó að geta að textinn má ekki innihalda of mikið af þeim orðum sem þú ert að reyna að leitarvélabesta. Það gæti haft neikvæð áhrif að hafa eitt og sama orðið mjög oft í textanum og myndi það því flokkast sem keyword spam.
Einnig er gott að geta uppfært textann annað slagið - lengt í honum við og við. Varðandi myndir, þá er mikilvægt að nöfnin á þeim séu lýsandi fyrir myndina sjálfa því leitarvélar sjá nöfnin á myndunum.

Titlar á vefsíðum

Mikilvægt er að hafa titla á öllum vefsíðum. Titill vefsíðu á að vera lýsandi fyrir efni sem kemur fyrir neðan. Hægt er að hafa marga titla á hverri síðu en það skiptir máli hvernig við röðum þeim upp.
Það er ætlast til þess að maður sé einungis með einn H1 titil á hverri síðu hvort sem það er á forsíðu eða undirsíður. Þar fyrir neðan meiga vera nokkrir H2 titlar, tveir til fimm og síðan er í lagi að setja H3 titla þar fyrir neðan.
Gott er að hugsa um þetta sem svona tré þar sem H1 er mikilvægast og H6 minnst mikilvægast (H1 > H2 > H3 > H4 > H5 > H6). Það er þó nánast alltaf mælst með því að hafa einhvern texta með öllum titlum inn í svokölluðu paragraph eða <p></p>. H5 og H6 er ekki mikið notað í dag.

Tenglar eru mikilvægir

Leitarvélar elta tengla. Því er mikilvægt að þú sért með tengla á síðunni þinni. Tvær tegundir af tenglum eru til - tenglar sem vísa inn á við (internal links) og tenglar sem vísa út á við (externar links). Ætlast er til þess að vefsíður innihaldi fleiri internal links því þá ertu að vísa leitarvélum áfram í gegnum þína eigin síðu og þá ná leitarvélar að lesa (crawl-a) síðuna þína betur en sitemap hjálpar einnig til við þetta.
Ef um external links er að ræða, þá eru þeir tenglar að vísa yfir á aðrar vefsíður. Mjög gott er að hafa í huga að þegar þú býrð til external link - að sá tengill vísi yfir á efni sem tengist þér/þinni síðu.
Leitarvélar "crawla" slíka síðu og sjá að efnið þar er relevant fyrir þína síðu, tengt þinni síðu á einhvern hátt og það ætti að hjálpa til við að auka vægi þinnar síður á leitarvélum.

Er síðan örugg?

Síður eru misöruggar en hægt er að gera þær öruggari. Google hefur til að mynda gefið það út að þær vefsíður sem eru svokallaðar HTTPS (SSL encrypted sites) vefsíður ranka hærra á Google en þær vefsíður sem eru ekki með SSL ef horft er til að báðar vefsíðurnar séu að öllu öðru leiti eins. Þetta er ekki nauðsynlegt að hafa en æ fleiri hafa verið að setja upp SSL fyrir vefsíðuna sína en þá eru öll samskipti sem þú átt við slíka vefsíðu dulkóðuð.
Kostnaðurinn við slík SSL leyfi er misjafn en hægt að er að fá slík leyfir fyrir 10.000 - 15.000 kr fyrir eitt ár.

 

 


Deila