Setja upp vefsíðu eða vefverslun ?

Hverju þarf að huga að þegar sett er upp vefsíða eða vefverslun

 

Vefsíðugerð: Hvað þarf að huga að við að setja upp nýja vefsíðu/netverslun
 

Þegar setja skal upp góða og öfluga heimasíðu / netverslun er margt sem þarf að huga að, það mikilvægasta er að skilgreina þínar þarfir og væntingar. Fara yfir þá hluti sem eru mikilvægir í þinni starfsemi hvort sem það er þjónustuþættir, vörur til að selja eða ímynd. Það er mjög gott að vera búinn að browsa netið smá og skrifa niður það sem þér finnst vera flott eða virka vel og átta þig á þeim aðgerðum sem að þú vilt að þín vefsíða geri.
 
Best er svo að setjast niður með starfsmanni Smartmedia þar sem þessir hlutir eru ræddir í þaula ásamt að við getum bent þér á nýjar hugmyndir og lausnir tengdu síðunni.
 
Hér að neðan eru nokkrir hlutir sem gott er að hafa í huga líka í þessu ferli.

Lén
 

Eitt að því fyrsta sem þarf að huga að er að eignast lén, en lén er eins og heimilisfang á veraldarvefnum og lénið skilgreinir hvað vefsíðan heitir. Hægt er að huga að mörgum þáttum þegar að hugsað er um kaup á léni en stundum er valið augljóst ef að fyrirtækið héti Plastgluggi ehf þá væri lénið líklega plastgluggi.is eða plastgluggar.is en aftur á móti ef að fyrirtækið héti PG ehf og myndi framleiða plastglugga þá væri pg.is einfalt og þægilegt en aftur á móti þarf að huga að fleirri hlutum í nútíma heimi og hugsa út í SEO eða leitarvélabestun til að skora hærra á leitarvélum þá er vænlegra til árangurs að notast t.d. við plastgluggar.is heldur en PG.is.
 
Við hjá Smartmedia getum hjálpað þér að finna rétta lénið fyrir þig, hvort sem það er .is lén eða .com/.net/.info. Á finnalen.is geturðu séð hvaða .is lén eru laus.
 
 

Vefhýsing:


Til að geta verið með heimasíðu og tölvupóst á léninu þínu þarftu að hýsa hana hjá þjónustuaðila. Flest fyrirtæki í vefsíðugerð hýsa síni vefi sjálfir og eru með hýsinguna innifalda í tilboðsverði. Gott er að hafa í huga hvort að fyrirtækið sé með góða starfsemi og bjóði upp á þjónustu í kringum hýsinguna, einnig er gott að skoða vel hvort að það séu tekinn t.d. afrit af þínum gögnum reglulega.
 
Smartmedia hýsir í dag yfir 700 vefsíður í dag og þar á meðal nokkra stóra fréttavefi, netverslanir ofl.
 
 

Vefsíðugerð og Vefumsjónarkerfi


Síðasta og mikilvægasta skrefið er að verða sér úti um útlit á vefsíðuna og tengja það við gott og öflugt vefumsjónarkerfi. Við val á útliti er mikilvægt að hafa í huga hvaða skilaboðum þarf að koma á framfæri eða hvernig ímynd þú sért að reyna að byggja upp. Vefsíður eru andlit fyrirtækja í dag og getur illa hönnuð og „ljót“ vefsíða fælt viðskiptavini með því að vera ótraustvekjandi. Vinsælast á Íslandi í dag er að kaupa staðlað útlit eða að láta sérhanna útlit fyrir sig. Útlitið er stillt af með CSS kóða og svo tengt við vefumsjónarkerfi.
 
 
Þegar búið er að klára útlitið þá þarf að velja sér gott vefumsjónarkerfi. Gott er að hafa í huga þegar valið er vefumsjónarkerfi ef þú ert t.d. ekki forritari er:
• Er kerfið einfalt og þægilegt í notkun (get ég unnið á það hjálparlaust?)
• Get ég verið minn eigin vefstjóri og stjórnað innihaldi vefsins (og sloppið við að kaupa dýra þjónustu)
• Hverng er þjónustan við kerfið, eru uppfærslur innifaldar eða kosta þær (þvi oft þarf að uppfæra vefumsjónarkerfi til að halda í þróunina á markaðnum)
• Ef ég lendi í vandræðum get ég hringt í einhvern til að hjálpa mér (mörg fyrirtæki bjóða ekki upp á símaþjónustu og bjóða þess í stað bara upp á email sem er svo svarað eftir hentisemi)
• Á hvaða tungumáli er kerfið
• Get ég klúðrað einhverju á vefsíðunni (ef þú velur þér t.d. open source kerfi sem eru vinsæl í dag þá hefur þú oftast aðgang að kóða og öðru sem borgar sig ekki að fikta í, flest alíslensk vefumsjónarkerfi fyrirbyggja það að þú hafir aðgang að kóða og slíku sem gæti „skemmt“ vefsíðuna þína.
 
Smartmedia þjónustar í dag yfir 450 viðskiptavini víðsvegar um landið. Við erum jafnframt með 2 skrifstofur og við leggjum metnað okkar í að veita afbragðsþjónustu bæði í gegnum síma og tölvupósti. Smartwebber vefumsjónarkerfið sem að Smartmedia notar var hannað af starfsmönnum Smartmedia frá grunni með einfaldleika og skilvirkni að leiðarljósi en það kerfi er í stöðugri uppfærslu og þróun.
 
 

Leitarvélabestun & Markaðssetning
 

Ef þú þarft að ná að laða til þín fleirri viðskiptavini þá er leitarvélabestun (SEO) eitt af þeim tólum sem er vænlegt til árangurs. Það er almennur misskilningur að það sé nóg að opna t.d. netverslun og halda að pantanirnar byrji að hrynja inn, þeir sem opna netverslun og sinna ekki þeim þáttum sem hjálpa þér að komast hærra á leitarvélarnar og auglýsa netverslunina ekkert nema bara svona á milli vina munu ekki ná miklum árangri. Til að setja ofantalið í samhengi er þetta ekki ósvipað því að opna verslun í hliðargötu með lítilli sem engri traffík en aftur á móti getur góð leitarvélabestun og markaðssetning látið þig selja eins og þú sért með búð í Smáralindinni eða Kringlunni.
 
 
Markmið leitarvélabestunnar er að koma þinni vefsíðu betur á framfæri og skila betri leitarniðurstöðum á t.d. google.com og bing.com
 
 
Ef þig vantar vefsíðu eða vefverslun þá getum Smartmedia uppfyllt þínar þarfir. Í dag bjóðum við upp á staðlaðar vefsíður með ársgjaldi en þær síður eru t.d. einfaldar þjónustu og upplýsingasíður og öflugar netverslanir. Við bjóðum einnig upp á staðlaðar bókunarsíður,bílabókunarsíður ásamt því að við sérhönnum allar tegundir vefsíðna. 
 
Hafðu samband í síma 588 4100 eða með því að senda tölvupóst á info@smartmedia.is


Deila