Leitarvélabestun

Netið er orðinn eitt mikilvægasta markaðstækið fyrir fyrirtæki til að koma upplýsingum um vörur og þjónustu á framfæri. Til að ná árangri á netinu er mikilvægt að vera með sterka stöðu gagnvart leitarvélum og vera meðvitaður um mikilvægi þess.

 
Leitavélabestun (Search Engine Optimization, SEO) er ein árangursríkasta leiðin til þess að bæta sýnileika á þeirri vörur og þjónustu sem fyrirtæki hafa uppá að bjóða. Leitarvélabestun felst í því að bæta stöðu vefsíðu gagnvart leitarvélum þannig að hún komist ofarlega á lista við leit. Einn helsti áhrifaþáttur þess að finnast á leitarvélum og komast ofar er efni (e. content) síðunnar eða texti á síðunni. Einnig þarf að passa að efni síðunnar innihaldi lykilorð sem leggja á áherslu á fyrir leitarvélabestun. Aðrir áhrifaþættir sem hafa áhrif á niðurstöður leitavéla er uppbygging vefsíðu, forritun vefsíðu og tengsl síðunnar við aðrar vefsíður ásamt tengingu við félagsmiðla en félagsmiðlar hafa meiri og meiri áhrif á leitarvélabestun nú orðið. Ef maður ætlar að komast ofarlega á leitarvélum, þá er betra að hafa alla anga úti því þetta er ekkert annað en vinna og aftur vinna að vera ofarlega.
 
Smartmedia hefur yfir að skipa sérfræðingum í leitarvélarbestun og getur aðstoðað þitt fyrirtæki við styrkja stöðu þess á vefnum. Leitarvélar eru í sífelldri þróun og breyta reglulega leitarreglum sínum, því er mikilvægt að fyrirtæki láti fylgjast vel með stöðu vefsíðna sinna til að viðhalda og/eða bæta stöðu sína á vefnum.
 
Hjá Smartmedia byrjum við ávallt á að gera stöðumat þar sem staða fyrirtækis á netinu er greind, því mikilvægt er vita stöðuna í upphafi til þess að geta náð árangri og síðar séð þann árangur sem náðst hefur við ákveðnar breytingar á hinum ýmsu hlutum síðunnar.