Bílabókunarkerfi fyrir þá sem vilja ná lengra

Bílabókunarkerfi Smartmedia er hannað fyrir kröfuharða enda er kerfið þróað í nánu samstarfi við nokkrar íslenskar bílaleigur. Einfalt kerfi sem auðveldar utanumhald utan um þinn bílaflota. Bjóddu viðskiptavinum þínum að bóka bílinn strax á netinu.

Bílabókunarkerfið heldur utan um þinn flota og hámarkar nýtingu á þeim bílum sem þú hefur til umráða hverju sinni.

 

Meðal bílaleiga sem keyra á bókunarkerfinu eru bílaleigan Sadcars.com & Átak bílaleiga ásamt CarKey, Lagoon Car rental og GoGreen Car Rental

Smartmedia býður annars vegar upp á staðlaða bílabókunarsíðu og hins vegar upp á sérhannaðar bílabókunarsíður.

 
Ekki hika við að hafa samband því þú tapar ekki á því að fá tilboð þér að kostnaðarlausu
 
Einnig er hægt er að bæta við kerfið og kaupa tengingu við t.d. DK og önnur bókhaldskerfi.

Eiginleikar bílabókunarkerfisins

Flotastýring

Flotastýringin heldur utan um einstaka bíla niður á skráninganúmer og heldur einnig utan um bílaflokka svo auðvelt er að setja einstaka bíla í t.d. stærðarflokka.

Nýting flotans

Með góðu yfirliti yfir nýtingu einstakra bíla og bílaflokka verður leikur einn að taka réttar ákvarðanir með framtíðina í huga.

Aukahlutir

Bættu við þeim aukahlutum sem þú vilt hverju sinni við þína bíla, hvort sem það er GPS, barnabílstóll eða auka tryggingar fyrir viðskiptavini þína.

Söluskrifstofur

Skilgreindu söluskrifstofur, opnunartíma og verð eftir staðsetningum. Þá er leikur einn fyrir þína viðskiptavini að ná í sinn bíl þar sem honum hentar.

 

Aðrir eiginleikar bílabókunarkerfisins

Mismunandi verð

Skilgreindu mismunandi verð á bílaflokka, verð á mismunandi tímabil á árinu og verð á aukahluti fyrir dagsleigu eða eitt verð fyrir leigutímabil.

Pantanir

Skoðaðu allar pantanir, pantanir í dag og pantanir á morgun í góðu yfirliti ásamt því að geta breytt þeim að vild ef þörf er á.

Afsláttarkerfi

Afsláttarkerfi heldur utan um afslætti og tilboð fyrir netbókanir ásamt afsláttarkóða sem hægt er að nýta sér í auglýsingum t.d.

Viðskiptavinir

Viðskiptavinakerfi, sem heldur utan um alla viðskiptavini og upplýsingar tengdar þeim