tölfræði mælaborð

Við rekstur netverslanna er að mörgu að hyggja. 

Innkaup, birgðastýring, tengingar, samskipti við viðskiptavini, samfélagsmiðlar, markaðsherferðir, bókhaldið og svo margt fleira er fljótt að taka yfir tíma okkar og eftir situr oft lítið andrými til að setjast niður og skapa heildræna yfirsýn, þar sem farið er yfir tölfræðina á öllum vígstöðvum. 

Þegar við gefum okkur svo tíma er frumskógur upplýsinga ansi þétt vaxinn og þar er auðvelt að týnast. Að vita hvaða upplýsingar eru raunverulega nytsamlegar og hverjar eru það ekki og hvar þessar lykiltölur eru allar að finna getur reynst þrautinni þyngra en þetta er vandamál sem við höfum ítrekað fundið fyrir hjá samstarfaðilum okkar. Þetta getur meðal annars leitt af sér að ákvarðanir ráðast frekar af tilfinningu en gagnamiðum upplýsingum. En…

Það eru ekki vandamál bara lausnir

Því höfum við ákveðið að lausn febrúar mánaðar sé tölfræði mælaborð þar sem við drögum saman alla þá tölfræði sem þú þarft og vilt vita, frá Google Analytics, Facebook, Instagram, Mailchimp eða hverri þeirri stafrænni uppsprettu sem þú nýtir þér. 

Mælaborðið lausn Febrúar

Við bjóðum upp á grunnaðild, aðild fyrir lengra koma og svo sérsniðnar lausnir fyrir hvern og einn, og þannig fylgst með og rakið þá veitu sem þú vilt.

Byrjendapakkinn

 • Hver þín umferð er 
 • Hvaðan hún kemur
 • Meðal tími á síðu
 • Hvaða síður eru vinsælastar
 • Söluhlutfall heimsókna
 • Hvaða vörur eru söluhæstar
 • Tæki viðskiptavina
 • Umferð eftir miðlum

Ítarlegi pakkinn

 • Hver þín umferð er 
 • Hvaðan hún kemur
 • Meðal tími á síðu
 • Hvaða síður eru vinsælastar
 • Söluhlutfall heimsókna
 • Hvaða vörur eru söluhæstar
 • Tæki viðskiptavina
 • Umferð eftir miðlum
 • Hvaða leitarorð eru að virka fyrir þig og hvar þarf að gera betur
 • Algengustu lendingarsíður
 • Fylgjendatölur á samfélagsmiðlum
  • kynjaskipting, aldursskipting, staðsetning og fl.
 • Organic og kostaðar birtingar

Sérsniðni pakkinn

 • Byrjendapakkinn auk þeirrar tölfræði sem þú kýst að láta okkur fylgja fyrir þig
 • Við tengjum saman það sem þarf til að hafa allt saman á einum stað

Instagram tölfræði


Hvað þurfum við til að setja mælaborðið upp?


Byrjendapakkinn:

 • Aðgang að Google Analytics
 • Aðgang að Google Search Console (getum sett það upp)

Ítarlegi pakkinn:

 • Aðgang að Google Analytics
 • Aðgang að Google Search Console (getum sett það upp)
 • Aðgangur að Facebook Business Suite/page

Sérsniðni pakkinn:

 • Ræðst af ósk hvers og eins

 


Kostnaður


 

 • Áskriftargjald að mælaborðinu fer eftir umferð síðunnar og sérhæfingu tenginga.
  • Uppsetning er frí sem og fyrsti prufumánuður.
  • Verð frá 4.995 + vsk.

Fleiri fréttir