Þórdís Björk

Smartmedia hefur gengið frá ráðningu við Þórdísi Björk Þórisdóttur og hefur hún nú þegar hafið störf. Þórdís er ráðin í nýja stöðu innan fyrirtækisins og starfar sem þjónustufulltrúi veflausna. Hún starfaði áður sjálfstætt við uppsetningar á vefverslunum og upplýsingasíðum, með sérstakri áherslu á WordPress og WooCommerce, og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á því sviði.

Þórdís lagði stund á nám í Verkmenntaskólanum á Akureyri og vefþróun í Tækniskólanum. Hún hefur að sinni sögn „alltaf haft mikinn áhuga á öllu því sem viðkemur vefmálum og þá sérstaklega aðgengi og notendaupplifun“.

Hún hannaði meðal annars og setti upp vef Garðyrkjufélag Íslands, vef sprotafyrirtækisins Spæjaraskólans sem hlaut styrk frá samtökum sveitafélaga á Norðurlandi Vestra sem og vefinn fyrir umhverfisvæna fyrirtækið Fjölnota. Samhliða hefur hún haft yfir umsjón og séð um viðhald hjá netversluninni Selenu. Þórdís er að koma til Smartmedia úr fæðingarorlofi. 

Þórdís kemur frá Akureyri og er í sambúð með Richard Germain. Þau eiga þau einn son.

Hjörvar Hermannsson, framkvæmdastjóri Smartmedia segist afar ánægður með nýjan starfskraft fyrirtækisins sem hefur stækkað ört samhliða netverslun 2020. 

„Við höfum lagt mikla áherslu á að auka enn frekar gæði þjónustu okkar við viðskiptavini sem og bæta notendaupplifun viðskiptavina þeirra í netverslunum og Þórdís kemur sterk inn í þá vinnu. 2020 hefur svo sannarlega flýtt þróun netverslana. Það hefur verið mikið ævintýri fyrir Smartmedia teymið að taka þátt í þeim framförum“

Við bjóðum Þórdísi hjartanlega velkomna í teymið og förum spennt inn í nýja árið með ennþá sterkara starfslið, tilbúin í nýjar áskoranir og tæknilega þróun.

Fleiri fréttir