Lausn janúar mánaðar

Nú er nýtt ár hafið. Við kveðjum 2020 með feiknastóru ‘farvel’ og tökum því nýja með opnum örmum fagnandi. Við áramót setjum við okkur gjarnan fyrir markmið og verkefni og er Smartmedia teymið þar engin undantekning. Árið 2021 ætlum við meðal annars að tileinka nýjum, spennandi og framúrstefnulegum lausnum fyrir netverslanir. Við setjum markið hátt og aðstoðum okkar samstarfsaðila að gera slíkt hið sama.

Í hverjum mánuði ætlum við því að kynna fyrir ykkur nýja lausn mánaðarins sem við bjóðum upp á og fræða ykkur þannig um þá möguleika sem ykkar netverslun hefur til að vaxa og dafna í takt við þróun og eftirspurn samfélagsins.


Lausn janúarmánaðar: Stafræn gjafabréf


Lausn janúar mánaðar eru stafræn gjafabréf en margir kannast eflaust við þá miklu fyrirhöfn sem oft er fólgin í því að útbúa og nýta slíkar inneignir.

Við höfum nú þegar sett þessa lausn upp fyrir nokkra viðskiptavini sem hlotið hafa frábærar viðtökur og hefur reynslan þegar sannað bæði skilvirkni og tímasparnað. Nú þegar netverslun blómstrar og margir reyna eftir bestu getu að klára innkaupin heima, jafnvel upp í sófa, er sannarlega mikil úrbót að bjóða upp á stafræn gjafabréf sem gera viðskiptavini kleift að klára kaup sín og greiðslu með fyrrnefndu gjafabréfi beint í netverslun án afkomu starfsmanns.

 

Gjafabréfakerfið er lausn fyrir netverslanir sem vilja selja gjafabréf í netverslun sinni og taka á móti þeim í verslun sem og netverslun. Hægt er að kaupa staðlað útlit gjafabréfsins en við bjóðum einnig upp á hönnun sem er þá í samræmi við ásýnd ykkar fyrirtækis. Auk þess er hægt að velja hvort um fastar upphæðir er að ræða eða valfrjálsar upphæðir sem viðskiptavinir geta þá ráðið sjálfir. Hægt er að velja að fá gjafabréfið sent heim útprentað og tilbúið, sækja það í verslun eða sent rafrænt í tölvupósti.

Við aðlögum lausnina að vefþjónustu og framsetningu í netverslun eftir ósk hvers og eins.


Raundæmi


Oft er gott að fá sjónræn dæmi þegar nýjungar eru kynntar en hér eru þau stafrænu gjafabréf sem Snædís, grafíski hönnuður Smartmedia vann fyrir Alpana. Þau voru þau útbúin í þrennskonar útgáfum og heppnuðust sérstaklega vel. Eitt fyrir hlaupara, annað fyrir skíðagarpinn og það þriðja fyrir almenna útivist.

Gjafabréf Alpanna

Stafrænt Gjafabréf

Lausn mánaðarins: gjafabréf

Gjafabréfin er svo hægt að kaupa fyrir hvaða upphæð sem er og nýttu viðskiptavinir það meðal annars til að gefa fyrir gjöf sem uppseld var í verslun fyrir jólin.


Kostnaður


Kostnaður við uppsetningu ræðst af séróskum en mánaðargjald við uppfærslur, viðhald, leyfi og rekstur er 4,990 kr + vsk á mánuði.

Fleiri fréttir