góði hirðirinn logo

Sjöundi október síðastliðinn var mikill fagnaðardagur hjá Smartmedia en þá opnaði netverslun Góða hirðisins. Í fyrstu bylgju covid faraldursins þurfti verslunin, líkt og aðrar, að loka dyrum sínum fyrir viðskiptavinum og þó að þau hefðu farið af stað með vel heppnaða netsölu reyndist verslunin, því miður, skila tapi. Þarna sáu fulltrúar Smartmedia mikil tækifæri til þess að gera betur og færa Góða hirðinn í fullbúna netverslun. Því eins og viðbrögðin við Facebook netsölunni höfðu sýnt, voru viðskiptavinir Góða hirðisins meira en tilbúnir í slíka þjónustu. 

Arnar Jónsson sölustjóri Smartmedia hafði því samband við teymi Góða hirðisins sem tók vel í hugmyndina og örfáum mánuðum síðar leit netverslunin dagsins ljós. Þetta samstarf tókst gríðarlega vel og eins og Arnar komst svo vel að orði komu Smartmedia „að verk­efn­inu á for­send­um sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgðar. Það eru for­rétt­indi að geta stutt við starf­semi þar sem fólk vinn­ur af heil­um hug við að draga úr sóun og stuðla að betri framtíð fyr­ir kom­andi kyn­slóðir.“

 

vefverslun góða hirðisins

 

Ruth Ein­ars­dótt­ir, rekstr­ar­stjóri Góða hirðis­ins segir að netverslunin sé rökrétt framfaraskref fyrir búðina sem jafnframt stuðlar að enn meiri árangri í sjálfbærni, aukinni þjónustu við viðskiptavini og sömuleiðis hjálpi það við að gæta að þeim smitvörnum sem nú eru mikilvægar í samfélaginu. 

 

Viðbrögðin við netversluninni fóru fram úr björtustu vonum og tæmdist verslunin nánast samdægurs. Fulltrúar Góða hirðisins sögðu að líklega hefði salan verið hærri ef meira vöruframboð hefði verið til staðar en það skýrist helst með því þessi netverslunin er í raun einstök að því leyti að hver og ein vara er sett inn handvirkt.  Sjaldan er mikill lager til að byggja á þegar unnið er með notaðan varning og því annarskonar vinnsla á síðunni. Það er því mikil og hröð skipting á vörum og spennandi að fylgjast með síðunni, búðarglugga Góða hirðisins,  taka stakkaskiptum með styttra millibili en margar aðrar netverslanir.

 

Það var mikil skemmtun að fylgjast með heimsóknarfjölda og pöntununum rigna inn og að þessu fagnaðartilefni tókum við saman smá tölfræði um síðustu daga.

Fyrstu dagar í lífi vefs Góða Hirðisins 

godi hirdirinn tölfræði

tölur frá 15:00, 9.10.2020.
  • Síðan að netverslun Góða hirðisins opnaði, nú fyrir um tveimur sólarhringum síðan, hafa rúmlega 21 þúsund manns heimsótt vefinn
  • Gestir hafa skoðað rúmlega 117.000 síður inn á vef Góða hirðisins
  • Gestir hafa nánast til jafns skoðað vefinn á í borðtölvu sem og í síma
  • Tæplega 500 vörur voru keyptar í netversluninni fyrstu tvo sólarhringana

Það er mikilvægt að fagna þegar vel gengur og við hjá Smartmedia erum stolt af okkar samstarfaðilum. Að fá að fylgja verkefni eins og þessu eftir alla leið eru forréttindi og við þökkum fyrir okkur og hlökkum til að halda áfram að vinna að síðunni um ókomin ár.

 

Fleiri fréttir