Cyber Monday á Íslandi

 

Enn hefur okkur Íslendingum ekki tekist að koma okkur saman um eitt viðurnefni um þennan dag. Sumir kjósa að kalla hann stafrænan mánudag, aðrir netmánudag og enn aðrir hafa valið sér rafrænan mánudag. Við hjá Smartmedia veljum okkur síðasta kostinn, allavega að þessu sinni.

Rafrænn mánudagur eða Cyber Monday fellur alltaf á mánudaginn eftir hinn víðfræga Svarta Föstudag eða Bandarísku Þakkargjörðarhátíðina, eftir því hvernig maður telur. Sá rafræni var fyrst haldinn árið 2005 og voru það hagsmunasamtök um verslun á netinu sem stóðu fyrir honum. Frá fyrstu tíð hefur dagurinn margfaldað sölur verslanna og hafa vefverslunareigendur beðið hans spenntir ár hvert frá upphafi. 

cyber monday á íslensku

Afsláttardagurinn varð til utan um þá hugmynd að minni verslanir ættu erfitt uppdráttar gegn stóru risunum á Svörtum föstudegi sem oft gátu sett mikið fé í auglýsingar og boðið fólki uppá áhrifaríka afslætti. Rafrænn mánudagur er þannig eingöngu hugsaður fyrir netverslanir en í dag taka nánast allir sem bjóða uppá vörur sínar á netinu þátt, stórir sem smáir.

Cyber Monday Tölfræði 

  • Viðskiptavinir netverslana Smartmedia heimsóttu rétt nær 600.000 síður á vegum samstarfsfélaga okkur á Cyber Monday
  • Veltan milli ára fimm- og sexfaldaðist hjá stórum netverslunum á Íslandi frá 2018 til 2019
  • Í kjölfar netsöludagana Cyber Monday, Black Friday og Singles’ Day hafa sendingar innanlands hjá Póstinum farið upp um 140% frá 2015
  • Innlend kortavelta í nóvember 2019 í verslun á netinu jókst um 20.9% á milli ára.
  • Kortavelta í innlendri netverslun Íslendinga var rúmlega 81% meiri í nóvember 2019 samanborið við október sama ár.

Rafrænn Mánudagur / Cyber Monday

  • 30. nóvember 2020
  • 29. nóvember 2021
  • 28. nóvember 2022
  • 27. nóvember 2023

Við hjá Smartmedia lítum á þennan dag sem mikinn hátíðisdag fyrir okkur og okkar samstarfsaðila enda er hann sérstaklega tileinkaður vefverslunum og viðskiptavinum þeirra. Hér er oft talað um síðasta tækifærið til þess að bjóða góðan afslátt fyrir jólatörninni og ná þannig mögulega inn nýjum viðskiptavinum. Að þessu tilefni, viljum við bjóða samstarfsaðilum okkar uppá spennandi lausnir, hönnun á auglýsingum, grafík eða hreyfimyndum og aðstoð með stafræna markaðssetningu. Allt saman til þess að þín vefverslun blómstri og nái árangri á þessum degi. Hafðu samband og við sköpum eitthvað sniðugt og grípandi efni saman.

Fleiri fréttir