Singles’ Day á Íslandi

 

Dagur einhleypra (11.11) er einn söluhæsti dagur netverslana í öllum heiminum! Honum fylgja svo fast á eftir netsölusprengjurnar svartur föstudagur og rafrænn mánudagur.

 

Við hjá Smartmedia verðum að sjálfsögðu til staðar til þess að tryggja að þitt fyrirtæki sé reiðubúið undir þessa stóru söludaga. Nýverið fengum við liðstyrk, þær Snædísi, grafískan hönnuð og Ragnheiði, sérfræðing í stafrænni markaðssetningu og verður hlutverk þeirra að styðja samstarfsaðila okkar enn frekar við að ná árangri með netverslanir sínar og auka sölu og sýnileika.

 

Nú ætla þær að sameina krafta sína og bjóða samstarfsaðilum okkar upp á auglýsingasköpun og aðstoð með uppsetningu og eftirfylgni á þeim sérstaklega fyrir þessa daga.

Mismunandi Vefverslanir

Þessir dagar eru stórhátíð okkar sem lifa og hrærast í heimi netverslana. Því viljum við bjóða þínu fyrirtæki að taka við okkur lauflétt fjarfundarspjall þar sem við getum farið yfir þá hluti sem við teljum að væru árangursríkastir fyrir þig.

Tölfræði Single’s Day á Íslandi 

  • 2019 buðu 44 netverslanir í samstarfi við Smartmedia uppá afslátt á degi einhleypra.
  • Þá var 58% aukning heimsókna á milli ára 2018 til 2019 hjá netverslunum samstarfsaðila Smartmedia.
  • Einnig var 66% aukning á sölu samstarfsaðila Smartmedia á degi einhleypra milli áranna 2018 og 2019
  • Þrír samtarfsaðilar Smartmedia seldu meira á degi einhleypra, en öll sala þeirra í gegnum netið á árinu 2019.
  • Sendingum hjá Póstinum fjölgaði um 140% í kjölfar stóru erlendu verslunardaganna.

Dagur einhleypra | Singles’ day 

11.11, dagur einhleypra eða Singles’ day er uppfinning fjögurra nemendum við Nanjing Háskólann í Kína frá árinu 1993. Dagurinn var upprunalega búinn til í ákveðinni mótspyrnu við hin heimsþekkta Valentínusardag. En á þeim degi er ást milli fólks í hávegum höfð og þótti þá vanta dag sem vægi upp á móti. Dagurinn snerist í fyrstu um allskyns atburði fyrir einhleypa við skólann. En hefðin breiddist hratt út og fljótlega voru viðburðir haldnir vítt og breitt um landið.

 

kona kaupir á rafrænum mánudegi

Eftir nokkurra ára vinsældir, eða nánar tiltekið 2013, stukku netverslunarrisar á daginn og buðu uppá frábær tilboð á vörum sem einhleypir gætu þá verslað sér og haldið enn ríkulegra uppá daginn. Salan jókst gríðarlega og virðist hún einungis ætla að vaxa á milli ára. Þó að nú sé Singles’ day stór um allan heim er uppruninn og tengingin við Kína skýr. Vefverslanir þar ná ennþá hæstu hæðunum. Má þar helst nefna Alibaba, en margir bíða bæði spenntir eftir tilboðum þeirra þennan dag ár hvert og sum okkar eftir að heyra sölutölurnar daginn eftir.

  • Árið 2019 seldi Alibaba fyrir 125 milljarða íslenskra króna, á fyrstu mínútu útsölunnar.

Í dag mætti segja að dagurinn marki upphafið af stórri netverslunarhátíð sem líkur með svörtum föstudegi í lok nóvember. Hér er gullið tækifæri fyrir bæði eigendur netverslana til þess að auka sölu og viðskiptavini að gera góð kaup á frábæru verði.

Afsláttur á Svörtum Föstudegi

Dagur einhleypra hefur verið haldinn á Íslandi frá 2014 og nýtur sífellt meiri vinsælda. Tölurnar frá því í fyrra tala sínu máli. Við hjá Smartmedia bíðum spennt og tilbúin hvert ár til þess að styðja við okkar samstarfsaðila bæði hvað varðar vefverslunina sjálfa sem og markaðssetningu og auglýsinga hönnun fyrir þessa stóru hátíð. Hafðu samband og við vinnum þetta saman.

Fleiri fréttir