Black Friday á Íslandi

Á Íslandi þekkist Black Friday undir viðurnefninu Svartur Föstudagur eða jafnvel Svartur Fössari fyrir þá allra spenntustu. Löngum hefur fjórði föstudagurinn í nóvember verið mikill hátíðsdagur kaupglaðra Bandaríkjamanna enda markast dagurinn af óviðjafnanlegum tilboðsverðum. Í dag er veislan haldin um allan heim og undanfarin ár hafa netverslanir að sjálfsögðu ekki verið nein undantekning. 

 

Dagurinn sem slíkur, fyrsti dagurinn eftir Þakkargjörðarhátíðina, á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1952 en viðurnefnið Svartur Föstudagur fæddist reyndar allnokkru síðar. Þó hefur dagurinn löngua talist marka fyrsta dag jólavertíðar hjá verslunareigendum.

Til að byrja með flykktist fólk í búðir, sólgið í afslætti en í seinni tíð, eftir að netverslanir urðu vinsælli, hefur álagið dreifst. Nú til dags má hjá mörgum finna frábært verð á öllum söluflötum verslananna. 

 

Hér á landi var Húsgagnahöllin fyrst til til þess að innleiða afsláttardaginn en það var árið 2013. Dagurinn gekk vel og í kjölfarið fylgdu fleiri verslanir eftir næstu ár. Í dag bíðum margir spennt eftir því að sjá hverskyns afslættir verða í boði og fyrir marga er þetta lausn við jólastressinu en hér gefst tækifæri til að afgreiða jólagjafirnir snögglega, örugglega og á góðu verði. Þá er ekkert eftir nema að njóta aðventunnar.

Tölfræði um Svartan Föstudag

Fleiri versla í gegnum símann

  • 2019 seldi netverslunarrisinn ASOS svartan kjól á hverri sekúndu og brúðarkjól á hverri mínútu (heimild: BBC)
  • Viðskiptavinir samstarfsfélaga Smartmedia skoðuðu 550.000 síður vefverslanana á Black Friday 2019.
  • Árið 2019 versluðu 93.2 milljón kaupendur í vefverslun á Black Friday (heimild: NRF)
  • Aldarmótakynslóðin eða millennials versla fyrir hæstu upphæðirnar á Black Friday (heimild: NRF)

Svartur Föstudagur / Black Friday

  • 27. nóvember 2020
  • 26. nóvember 2021
  • 25. nóvember 2022
  • 24. nóvember 2023

Smartmedia hefur fundið ótrúlegan meðbyr með þessum degi hjá viðskiptavinum sínum og árangurinn og salan sem hann skilar er ævintýralík. Í fyrra, árið 2019, voru öll met fyrri ára slegin og við bíðum því spennt eftir deginum í ár. Að þessu tilefni viljum við bjóða viðskiptavinum okkar uppá spennandi lausnir, hönnun á auglýsingum og aðstoð með stafræna markaðssetningu. Hafðu samband og við lögum sniðugt og grípandi efni saman.

Fleiri fréttir