pósturinn ísland

Pósturinn var að kynna nýja þjónustu sem heitir Netlúgan sem okkur hjá Smartmedia þykir ansi spennandi. 

Þær netverslanir sem notast við Póststoð geta því farið með sínar sendingar hvenær sem er sólarhrings í Netlúgu og spara sér því mikinn tíma við innskráningu sendinga á pósthúsi. Netlúgur eru á tveimur stöðum til að byrja með, framan við pósthúsið Síðumúla og hjá pósthúsinu við Dalveg.

Það er mikill tímasparnaður og sveigjanleiki sem myndast og við hjá Smartmedia fögnum þeirri þróun. Þetta er því virðisaukandi þjónusta við Póststoðina sem er einmitt þjónusta sem við höfum sett upp fyrir marga af okkar viðskiptavinum.

https://www.facebook.com/posturinn/videos/824166984763963/
Myndband frá póstinum

Fleiri fréttir