was successfully added to your cart.

Cart

Stóraukin sala á degi einhleypra

11. nóvember eða 11.11 er dagur einhleypra ár hvert. Kínverski sölurisinn Alibaba sá sér leik á borði fyrir nokkrum árum að gera daginn að stórum netverslunardegi. Hugsunin var sú að þeir sem eru einhleypir gætu ´gefið´ sjálfum sér gjöf. Fjölmargar íslenskar netverslanir hoppuðu fljótlega á vagninn og fóru að taka þátt í þessum degi og bjóða uppá góð tilboð og hefur verið mikil söluaukning ár frá ári.

44 netverslanir sem eru í viðskiptum við Smartmedia buðu upp á afslátt í tilefni degi einhleypra, frá 00:00 til 23:59 í gær, þann 11. nóvember.

Þegar rýnt er í tölfræði gærdagsins er margt áhugavert sem að kemur í ljós. Íslendingar hafa greinilega verið tilbúnir enda tók salan gríðarlegan kipp strax um leið og klukkan sló miðnætti hjá verslunum sem höfðu unnið vel að markaðssetningu fyrir þennan dag. Salan tekur svo aftur við sér að morgni og nær hámarki milli 21:00-23:00 að kvöldi.

Sjá má hvernig heimsóknafjöldi stóreykst eftir miðnætti á sunnudag. Heimsóknafjöldi á klukkustund nær svo hámarki milli 21:00-23:00 á á mánudegi.

58% aukning á milli ára í heimsóknum hjá fyrirtækjum sem eru í netverslunarkerfi Smartmedia sem segir okkur það að þessi netverslunardagur er að ná sterkri fótfestu hjá íslensku þjóðinni. Ekki eru aðeins fjölgun á heimsóknum heldur er einnig 66% aukning á sölu milli ára. Það eru því hlutfallslega fleiri sölur milli ára.

Þrír viðskiptavinir Smartmedia náðu þeim merka áfanga að selja meira í gær, á einum degi en öll sala þeirra í gegnum netið hingað til á árinu 2019. Það er því til mikils að vinna að nýta þennan stóra söluglugga vel.

Fleiri og fleiri viðskiptavinir notast við snjallsíma við kaup á netinu og var mikl aukning þar á milli ára. Árið 2018 fór 58% af öllum heimsóknum á degi einhleypra í gegnum snjallsíma en í ár var hlutfallið búið að hækka í 66% af öllum heimsóknum. Það er því lykilatriði að netverslanir séu notendavænar í öllum tegundum snjalltækja.

Netverslun er í mikilli sókn á Íslandi og verður sífellt mikilvægara fyrir fyrirtæki öllum geirum að nýta sér þennan sölukanal. Íslendingar geta þó farið að undibúa sig fyrir tvo stóra netverslunardaga framundan en bæði Black Friday og Cyber Monday eru í lok mánaðarins og má gera ráð fyrir sambærilegum sölutölum á þeim dögum.