By Jón Andreas Gunnlaugsson

25.10.2019 15:28

By Jón Andreas Gunnlaugsson

Hjörvar Hermannsson

Stjórn Smartmedia hef­ur gert skipu­lags­breyt­ing­ar sem fela í sér að Hjörvar Hermannsson tek­ur við stöðu fram­kvæmda­stjóra en hann hefur verið sölu- og verkefnastjóri hjá félaginu í tvö ár. Tóku breytingarnar gildi 15. október síðastliðinn.

Hjörvar kemur til með að bera ábyrgð á daglegum rekstri og styðja við þann mikla vöxt sem átt hefur sér stað í netverslun hér á landi undanfarin ár.

Hjörvar hefur lokið BS námi í viðskiptafræðum við Háskóla Íslands og MS gráðu í markaðsfræðum við Griffith University í Ástralíu. Áður starfaði Hjörvar sem verkefnastjóri á auglýsingastofunni PIPAR/TBWA.

Ásgeir Ingvarsson, sem gegndi stöðu fram­kvæmda­stjóra, tek­ur við nýju hlut­verki og leiðir uppbyggingu nýs veflausnasviðs ásamt því að taka sæti í stjórn félagsins.

Breytingar eru liður í því að efla stuðning Smartmedia við viðskiptavini sína í  stafrænum umskiptum en fyrirtækið þjónustar yfir
140 íslensk smá- og heildsölufyrirtæki sem veita þjónustu sína í stórauknum mæli í gegnum netið.

“Ég er spenntur yfir komandi tímum en Smartmedia hefur verið að þróa netverslunarkerfi í rúman áratug sem er klæðskerasniðið að þörfum íslenskra fyrirtækja. Við munum halda áfram að leggja áherslu á að nýta áralanga reynslu starfsmanna á netverslunarmarkaði í að veita persónulega þjónustu og sérsniðnar lausnir fyrir okkar viðskiptavini. Smartmedia hefur verið í mikilli sókn í takt við vöxt í netverslun og ég er spenntur fyrir því að  halda áfram á þeirri vegferð” segir Hjörvar Hermannsson.

Fleiri fréttir