Ný netverslun Dúka

Dúka býður uppá fjölbreytt úrval af heimilis- og gjafavörum og rekur verslun í bæði Kringlunni og Smáralind. Dúka hefur lengi nýtt sér netverslunarkerfi Smartmedia og ákváðu um áramót að uppfæra útlitið á netverslun sinni. Samhliða því að setja upp nýtt útlit fórum við í að tengja vefsíðu þeirra við bókhalds- og birgðakerfi þeirra hjá DK sem einfaldar þeim allt umstang á vefverslun.

Rósant sem gegnir hlutverki framkvæmdastjóra Dúka segir aukningu í netverslun hafa komið sér óvart og vöxturinn sér stígandi. “Netverslun Dúka er orðin okkar stærsti búðargluggi og fólk sé mun duglegra að skoða síðuna og annað hvort versla á netinu eða mætir í verslun með ákveðna hugmynd hvað það ætlar að versla. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að vera með fallega og aðgengilega heimasíðu. Við finnum líka fyrir mikilli aukningu á sölu út á landsbyggðina en vefverslun stækkar þann markað fyrir okkur og gaman að geta komið til móts við fólk sem býr fyrir utan höfuðborgarsvæðið!

Annað sem hefur slegið í gegn hjá okkur eru brúðagjafalistar en það auðveldar brúðhjónum að geta skoðað úrvalið og valinn á brúðarlistann sinn í rólegheitunum en brúðkaupsgestir eru jafnframt gríðarlega ánægðir með þetta fyrirkomulag að geta verslað gjafir í gegnum vefverslun“

Við hjá Smartmedia óskum Dúka innilega til hamingju með nýju síðuna þeirra.