Vel heppnuð námskeið

Námskeið í stafrænni markaðssetningu netverslana

Í byrjun júní buðum við viðskiptavinum okkar upp á þriggja daga námskeið í stafrænni markaðssetningu. Námskeiðin voru virkilega vel sótt og almenn ánægja með þau. Við fórum yfir helstu tól sem hægt er að nýta við stafræna markaðssetningu netverslana svo sem Google Analytics, Google Adwords og Facebook for Business.

Það er nefnilega ekki nóg að vera með netverslun – hún verður líka að vera sýnileg á netinu svo viðskiptavinir viti af henni.

Við ætlum að endurtaka leikinn í haust og það er velkomið að skrá sig nú þegar hér, en námskeiðin verða dagana 4., 5. og 6. september og er skráning opin til 1. september.

Námskeiðin verða haldin í sal Eignaumsjónar við Suðurlandsbraut 30 og hvert námskeið kostar 12.500 kr. + vsk. eða 30.000 kr. + vsk. fyrir öll þrjú.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þið hafið einhverjar spurningar um námskeiðin.