Það bætist stöðugt í viðskiptavinahópinn hjá okkur í Smartmedia og nýverið opnaði Sigurboginn, sú rótgróna búð netverslun. Sigurboginn opnaði fyrst árið 1992 og er með verslun sína á Laugarvegi 80, en með netverslun stórbætir verslunin þjónustu sína þar sem hægt er að nálgast allar vörur þar.

Sigurboginn lagði áherslu á einfalt útlit og aðgengilega netverslun og þykir okkur hafa tekist stórvel til. Við óskum Sigurboganum innilega til hamingju með netverslunina og hlökkum til samstarfsins.