Zik Zak tískuhús opnar netverslun

Tískuhús Zik Zak er kvenfataverslun sem var stofnuð árið 2001 í Brekkuhúsum í Grafarvogi og hefur verslunin í gegnum árin verið þekkt fyrir að veita einstaklega góða þjónustu. Verslunin býður upp á frábært vöruúrval af kvenfatnaði í stærðunum 36-56 og á góðu verði.

Tískuhús Zik Zak er með verslanir á tveimur stöðum hér á landi, annars vegar á fyrstu hæð Kringlunnar og hins vegar á Glerártorgi á Akureyri. Zik Zak leituðu til okkar hjá Smartmedia og gerðum við með þeim þarfagreiningu og fórum yfir það hvernig best væri að setja upp netverslunina og ákveðið var að tengja netverslunina beint við DK bókhaldskerfið sem einfaldar reksturinn umtalsvert.

Með netverslun gefst viðskiptavinum Zik Zak tækifæri á að nálgast frábært vöruúrval, allt á einum stað.

Við óskum Zik Zak tískuhúsi innilega til hamingju með nýju netverslunina og hlökkum til samstarfsins.