Smartmedia 10 ára

Nýverið fagnaði Smartmedia 10 ára afmæli, af því tilefni hefur ný heimasíða litið dagsins ljós og einnig hefur lógóið okkar fengið andlitslyftingu.

Starfsfólk Smartmedia hélt upp á stórafmælið með vinnu- og árshátíðarferð til Boston. Við áttum saman nokkra frábæra daga í Innovation house í Magnolia sem er rétt fyrir utan Boston, þar unnum við saman meðal annars í stefnumótun og skerptum á ýmsum ferlum innan fyrirtækisins. Að vinnutörn lokinni gerðum við okkur glaðan dag í miðbæ Boston og byrjuðum að sjálfsögðu daginn á Cheers “where everybody knows your name” og gerðum síðan margt fleira skemmtilegt, skoðuðum okkur um og borðuðum góðan mat.

Við erum full bjartsýni og hlökkum til næstu 10 ára.