Um netverslun á Íslandi

 

Áhugaverða skýrslu um netverslun á Íslandi sem unnin var af SVÞ, Samtökum verslunar og þjónustu má nálgast hér: Íslensk netverslun. Greining á stöðu og þróun. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni má nefna að allt bendir til þess að aukinn samruni muni eiga sér stað meðal netverslana og hefðbundinna verslana. Þannig muni verslanir framtíðarinnar verða sambland af þessum tveimur tegundum og skilin þarna á milli verði sífellt ógreinilegri. Í þessu liggja meðal annars tækifæri íslenskrar netverslunar.