Netverslanir fyrir stóra sem smáa

Það er ekki að ástæðulausu að það séu vel yfir 350 vefverslanir sem keyra á netverslunarkerfi Smartmedia, enda hannað af okkar frábæru starfsmönnum í samstarfi við okkar viðskiptavini.
 

Hvað bjóðum við upp á í netverslunum:
 

 • Við sérhönnum netverslanir alveg frá grunni og eftir þínum þörfum.

 • Við getum keypt tilbúin útlit, aðlagað þau ef þess þarf og tengt við okkar kerfi.

 • Við bjóðum upp á staðlaðar netverslanir. Hægt er að skoða útlit hér

 
 
 
 
En í upphafi þegar ákvörðun hefur verið tekin að stofna netverslun þá er gott að fara yfir ákveðin atriði.
 • Er komið nafn og lén ? 
 • Hvernig á hönnun að vera ? 
 • Ertu komin/n með logo, myndir eða litasamsetningu ? 
 • Hvernig greiðsluleiðir á að bjóða upp á ? 
 • Hvaða sendingarmöguleikar eru fyrir hendi ?
Þú setur inn vörur, vöruflokka, eiginleika á vörur, afslátt, sendingarmöguleika, heldur utanum viðskiptavini og pantanir. En þetta er bara brot af því sem Smartwebber vefumsjónarkerfið hefur upp á að bjóða. 
 
Svo er bara að velja hvort fara á í staðlað útlit eða sérhönnun. Í báðum tilfellum er gott að fara yfir ofangreind atriði. 
 
Við leggjum mikið upp úr hönnun og virkni og aðstoðum þig að sérhanna þína verslun frá grunni. Við hönnum logo, auglýsingar, bæklinga og fleira. Þegar kemur að sérhönnun viljum við fá þig í kaffi og þarfagreina ferlið í samráði við þig og gerum tilboð í sérhannaða síðu.
 
Við bjóðum upp á stöðluð útlit fyrir netverslun en við erum með 9 útlit í boði. Þetta þýðir þó ekki að sömu útlit séu eins því auglýsingapláss, uppröðun á efni, innihald og litaval er aldrei eins hjá neinum. Þú velur hvaða uppbygging á staðlaðri síðu hentar þér. Þarnæst velur þú litina sem þú vilt hafa og við setjum síðuna upp fyrir þig. Við getum bætt inn auglýsingaplássum og breytt  þinni síðu en gott er að koma með tillögur í upphafi og við gerum þér tilboð í breytingarnar. Þar sem við erum alltaf að bæta við lausnum til að einfalda hlutina þá er gott að fjárfesta í þarfagreiningu hjá okkur og fara yfir hvað hentar þér og þinni netverslun. 
 
Ef þú ert nú þegar með netverslun en vilt koma með viðskiptin til okkar þá getum við farið yfir hvort hægt sé að flytja vörur á milli. En það er venjulega lítið mál en heyrðu bara í okkur og við komumst að því. 
 
 
 

Netverslun og miniPos vinna saman sem eitt

- það hefur aldrei verið eins auðvelt að reka verslun og netverslun saman eins og nú með miniPos Pro pakkanum

 • Eitt utanumhald um birgðir
 • Tvö kerfi sem vinna hnökralaust saman á einum gagnagrunni
 • Góð rauntímatölfræði yfir alla sölu (aðgengileg hvar sem er)

Fjöldi valmöguleika fyrir þína netverslun

Smartwebber vefumsjónarkerfið er einfalt og öflugt CMS kerfi sem býður upp á fjöldan allan af kerfum fyrir bæði litlar og stórar netvarslanir þar sem krafa er gerð um einfaldleika og sveigjanleika. Eftirfarandi kerfi eru í boði fyrir netverslanir, athugið að listinn er ekki tæmandi:

 • Veftré *
 • Fréttir *
 • Auglýsingar *
 • Skráakerfi *
 • Afslættir *
 • Pantanir *
 • Vörur *
 • Sendingarmáti *
 • Birgðakerfi *
 • Mælaborð *
 • Viðskiptavinir *
 • Kortatenging íslensk
 • Kostnaðarverð
 • Framlegð
 • Vörumerki
 • Tengdar vörur
 • Verslanir
 • Starfsmannakerfi
 • Stikkorð
 • Sölukerfi
 • Reikningar
 • Dagatal
 • Fjárhagstenging
 • Erlendar greiðslutengingar
 • Heildsölukerfi
 • Óskalisti / Gjafalisti
 • Gjafabréf / inneignarkerfi


* Þessi kerfi eru innifalin í stöðluðum netverslunum frá Smartmedia

Sjálfbær netverslun !

Við tengjum netverslanir við við þau fjárhagskerfi sem bjóða upp á það. Meðal kerfa sem við tengjumst eru DK, Navision, Axapta ofl. miniPos sölukerfið okkar virkar svo auðvitað líka beint við okkar netverslanir.

Hvað getur tenging við þitt bókhaldskerfi gert fyrir þig ?

Með tengingu frá þínu bókhaldskerfi / fjárhagskerfi / viðskiptahugbúnaðar og yfir í netverslunarkerfi Smartmedia getur þú minnkað vinnuna við að reka netverslun töluvert mikið. Ef við tökum dæmi um kerfi sem bjóða upp á tengingar í báðar áttir (til og frá fjárhagskerfi) að þá eru þetta meðal annars hlutir sem hægt er að láta tenginguna gera:

 • Láta vörur stofnast sjálfkrafa í netverslun, kerfið stofnar vöru með vörunúmeri, titli. lýsingu, eiginleikam strikamerki og bara því sem við á.
 • Birta birgðir á rauntíma (ef vara selst úr verslun þá uppfærast birgðirnar líka á netverslun)
 • Stofnar reikning úr pöntun á vefverslun (reikningur verður tilbúinn í þínu kerfi)
 • Stofna viðskiptamann úr pöntun á netverslun

Ef fjárhagskerfið þitt er svo með góðum upplýsingum um vörur og/eða þjónustu ásamt því að birgðir séu rétt skráðar í kerfið getur þetta verið gríðarlegur tímasparnaður í utanumhaldi og rekstri á netverslun svo við tölum nú ekki um það hversu gott er fyrir viðskiptavininn að hafa aðgengi í þessar upplýsingar án þess að þurfa að hringja eða senda ykkur tölvupóst.

Vissir þú þetta um Smartmedia

 • Að Smartmedia er búið að vera starfandi síðan 2008 og býr yfir áratuga reynslu af forritun, markaðssetningu og þjónustu.
 • Að Smartmedia þjónustar í dag yfir 450 viðskiptavini og hýsir vel yfir 700 lén
 • Að Smartmedia er bæði með skrifstofu í Reykjavík og Vestmannaeyjum
 • Að öll vinna hvort sem það er þróun, forritun eða uppsetning á vefsíðum er unninn innanhús en ekki send erlendis eins og hjá mörgum af okkar samkeppnisaðilum.
 • Að Smartmedia keyrir á eigin vefumsjónarkerfi og þróar lausnir í takt við þarfir sinna viðskiptavina.
 • Að Smartmedia var stofnað af þremur einstaklingum sem bjuggu á sínum tíma í Vestmannaeyjum, Óðinsvé og Salzburg og dreymdi um að stofna fyrirtæki í Vestmanneyjum sem væri viðbót við núverandi atvinnulíf.