Smartmedia fyrirtæki ársins 2013

Smartmedia var á dögunum valið fyrirtæki ársins 2013 í Vestmannaeyjum. Starfsmenn Smartmedia eru mjög stoltir af því að hafa fengið þessa viðurkenningu.
 
Smartmedia var stofnað árið 2008 með það að markmiðum að stimpla okkur inn á vefmarkaðinn ásamt því að sýna það og sanna að hægt væri að reka öflugt fyrirtæki í vefsíðugerð frá Vestmannaeyjum. Núna tæpum 6 árum seinna er netverslunarkerfi Smartmedia það mest notaða á Íslandi í dag. Smartmedia hefur verið brautryðjandi að lækka kostnað við heimasíður en þegar við byrjuðum 2008 ákváðum við að bjóða upp á vefsíður og vefverslanir án stofngjalds og með því náðum við að sýna fram á að hægt væri að starta upp heimasíðu með engum tilkostnaði. Sú þjónusta fór vel í fólk og í dag þjónustar Smartmedia hátt í 1000 vefsíður af öllum stærðum og gerðum.

 

Smartmedia sérhæfir sig í veflausnum, hvort sem það eru heimasíður, netverslanir, bókunarsíður, bílabókunarsíður eða sérforritun á lausnum eins og t.d. fyrir Facebook.Smartmedia keyrir á sínu eigin vefumsjónarkerfi og hefur öll þróun og vinna við það farið fram innanhús þannig að þekking Smartmedia er gríðarleg þó svo við segjum sjálfir frá.
 
Þó svo að höfuðstöðvar Smartmedia séu í Vestmannaeyjum þá erum við líka með skrifstofu í Reykjavík eða nánar tiltekið á Fákafeni 9 (2.hæð) og þar eru starfsmenn sem taka á móti ykkur með bros á vör. Í dag starfa 8 manns hjá Smartmedia og fer starfseminn stækkandi með hverju árinu sem líður.
 
Árið 2013 var mjög viðburðarríkt fyrir okkur en eins og 2014 byrjar þá stefnir í það að það verði enn viðburðarríkara enda mikið af lausnum sem við höfum verið að þróa undanfarið.
 
Ef þú vilt bætast í hóp okkar ánægðu viðskiptavina, hafðu endilega samband og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Það er bæði hægt að senda okkur tölvupóst á info@smartmedia.is eða einfaldlega taka upp tólið og hringja í 588 4100

Deila