Breyting á stöðluðum vefsíðum

Smartmedia hefur ákveðið að bæta við þeim möguleika að viðskiptavinir geti borgað ársgjald af stöðluðu lausnunum okkar og þannig sparað sér 2 mánuði á hverju ári.
 
Í dag bjóðum við upp á staðlaðar vefsíður í þessu formi:
 

 

1. Nafnspjaldasíða sem hentar þeim vel sem vilja bara vera með einfalda forsíðu og tölvupóst á léninu sínu.
Hægt er að panta nafnspjaldasíðu með 12 mánaða samningi sem ber mánaðargjaldið 1.490 m/vsk á mánuði eða borga ársgjald upp á 14.900 m/vsk og spara sér þannig samtals 2 mánuði á hverju ári. Í dag er hægt að velja á milli 3 útlita.
 
2. Stöðluð vefsíða en hún hentar öllum þeim sem vilja koma þjónustu sinni vel á framfæri, hún hentar einnig vel fyrir þá sem vilja nota síðuna sem fréttasíðu.
Hægt er að panta staðlaða vefsíðu með 12 mánaða samningi sem ber mánaðargjaldið 3.990 m/vsk eða borga ársgjald upp á 39.900 m/vsk og spara sér þannig samtals 2 mánuði á hverju ári. Í dag er hægt að velja á milli 15 útlita.
 
3. Stöðluð netverslun er lausnin fyrir þá sem vilja selja vörur á netinu eða vilja einfaldlega geta sýnt fram á vöruframboð (án þess að selja á netinu).  Hægt er að panta staðlaða netverslun með 12 mánaða samningi sem ber mánaðargjaldið 5.990 m/vsk eða borga ársgjald upp á 59.900 m/vsk og spara sér þannig samtals 2 mánuði á hverju ári. Í dag er hægt að velja á milli 12 útlita.
 
Með stöðluðu vefsíðunum er einnig í boði fjöldinn allur af aukalausnum eins og að gera vefsíðurnar tilbúnar fyrir farsíma, heildsölukerfi, afsláttarkerfi og margt fleirra. Einnig sérhæfir Smartmedia sig í því að tengja netverslanir við fjárhagskerfi eins og DK, Navision, Axapta og fleirri slík kerfi en með slíkri tengingu verður rekstur netversluninnar nánast sjálfbær.

Deila