Nýr starfsmaður hjá Smartmedia

Nú fyrr í sumar tók til starfa eldhress eyjapeyji hjá Smartmedia. Hann Andri byrjaði á því að fá þjálfun í herbúðum Smartmedia í Vestmannaeyjum og var svo sendur á skrifstofuna okkar í Kópavoginum þar sem hann mun vera áfram. Andri Ólafsson er fjölskyldumaður og mikill áhugamaður um amerískan fótbolta. Ásamt því að vinna hjá okkur þá stundar hann nám í tölvunarfræði í Háskóla Reykjavíkur og stefnir hann á útskrift vorið 2015.

 

Andri er þess gæfum gæddur að vera með B.A. í heimspeki sem nýtist gríðarlega vel í daglegu starfi (af augljósum ástæðum). Þessi samblanda af því að vera eyjapeyji, heimspekingur, (verðandi) tölvunarfræðingur og nörd í amerískum fótbolta getur ekki annað en lofað góðu fyrir framtíð Smartmedia. 
 
Við bjóðum Andra velkominn í ört stækkandi hóp starfsmanna Smartmedia.

Deila