Ný heimasíða í loftið

 Já við erum duglegir að tilkynna þegar nýjar heimasíður fara í loftið hjá okkur, en nú er ein rosaleg kominn í loftið.... Já það er okkar eigin heimasíðu sem hefur heldur betur fengið að sitja á hakanum sökun anna hjá okkur.  Smartmedia.is var að sjálfsögðu hönnuð af okkar fólki eða nánar tiltekið af honum Oddi, vefsíðan var svo kóðuð og sett upp af honum Bjössa.
 
Það er mjög auðvelt að missa sig í hönnun og fara út í svakalega flotta grafík og slíkt en við reyndum að halda okkur á jörðinni og einbeita okkur að því að koma okkur vörum og þjónustu á framfæri. Við teljum okkur hafa tekist það með eindæmum vel, en dæmi hver fyrir sig.  Við erum allaveganna mjög ánægðir með útkomuna og þá kannski helst að við séum komnir með nýja vefsíðu í loftið.

 

 

Deila