Hjálp

Viðskiptavinaflokkar

Viðskiptavinaflokkar eru notaðir til að halda utan um viðskiptavini í kerfinu, flokka þá niður í flokka eða undirflokka jafnvel og setja afslátt á flokkana svo auðveldara sé að breyta afslætti á marga viðskiptavini í einu en ekki breyta afslætti á einstaka aðila sem er tímafrekt.

Búa til viðskiptavinaflokk

  1. Þegar stofna á viðskiptavinaflokk, þá skal ýta á hnappinn í hægra horninu.
  2. Því næst skal gefa flokkunum nafn (titil), velja yfirflokk ef við á, velja viðskiptavina í flokkinn og skrifa upplýsingar við flokkinn ef slíkt þarf að fylgja.
  3. Fyrir neðan þetta eru síðan afslættir, eftir vöruflokkum og vörum. Þá væri hægt að setja ákv. afslátt á heilan vöruflokk eða bara valdara vörur undir ákveðnum vöruflokki.
    Til að þetta sé gerlegt, þá þarf fyrst að stofna afslátt í afsláttarkerfinu og síðan er afsláttur tengdur við viðskiptavinaflokk.
    Passa skal að hafa titla á afsláttum í afsláttarkerfinu lýsandi svo auðvelt sé að skilja hvað hver afsláttur gerir.
  4. Að þessu loknu skal ýta á Vista hnappinn.