Hjálp

Að stofna auglýsingarHér sést yfirlit yfir Auglýsingar. 
Þetta eru allar þær auglýsingar sem þú hefur sett inn í kerfið. Þarna er hægt að sjá hvenær auglýsingin fer í birtingu & hvenær hún dettur úr birtingu. Mjög algengt er þegar að auglýsing er dottin út hjá þér að hún sé útrunnin. 

Gulur litur þýðir að tiltekin auglýsing sé EKKI í birtingu. 
Blár litur þýðir að hún sé í birtingu. 


Til að raða auglýsingum í ákveðna röð í þínum slider þá er hægt að smella einu sinni á hana og draga hana upp eða niður í listanum eins og sést hér að ofan. 

Auglýsingakerfið heldur utan um allar auglýsingar, hvort sem þessar auglýsingar séu myndir á forsíðu sem tilheyrir fléttigluggum (e. slider) eða föst mynd annarstaðar á síðunni.
Kostir auglýsingakerfisins eru að þú getur fylgst með hversu oft myndin hefur verið skoðuð (birtist á vefsíðunni þegar einhver skoðar síðuna þína) og einnig heldur kerfið utan um hversu oft hefur verið smellt á þessa tilteknu mynd(filterað í síunni).

Að setja inn auglýsingu krefst þess að þú hafir mynd til að setja inn í fyrirframskilgreint auglýsingapláss.
Auglýsingapláss er ákveðin stærð af glugga sem auglýsing er sett inn í.Hægt er að sjá stærð á plássinu undir auglýsingapláss uppi í svarta borðanum.
Ef fl. en ein auglýsing er í sama auglýsingaplássi, þá breytist auglýsingaglugginn í flettiglugga eða að gluggi sem inniheldur myndirnar birtir þær að handahófi þegar vefsíðan er endurhlaðinn af notanda síðunnar.

Að setja inn auglýsingu

 1. Opnar auglýsingakerfið og ýtir á  hnappinn í hægra horninu uppi og þá birtist þér útlit líkt og á myndinni hér að ofan.
 2. Velur lýsandi titil á tiltekna auglýsingu svo auðvelt sé fyrir þig seinna meir að finna þá auglýsingu sem þú leitar að.
 3. Næst er að velja möppu en myndin sem þú ætlar að setja inn fer í þessa möppu (Ef mappa er ekki til, þá getur þú búið hana til beint í þessum reit með því að skrifa nafnið á henni og ýta á "Add *nafnið*")
 4. Því næst er að velja staðsetningu (auglýsingapláss) en þetta eru auglýsingapláss sem búið er að skilgreina stærðina á og er með lýsandi titli hvar tiltekið auglýsingapláss er staðsett. t.d. slider forsíða - 3 lítil box etc.
 5. Síðasta atriðið er að hlaða myndinni inn í kerfið. Það er gert með því að ýta á gráa kassan sem inniheldur textann "Drop your image here or click to add!"
 6. Muna síðan að ýta á græna hnappinn við myndina þegar búið er að staðsetja hana. Svo er bara að vista uppi í hægra horni þegar það er búið.
 7. Um leið og vistun á auglýsingu hefur átt sér stað, þá verður auglýsingin til en þú þarft síðan að setja hana í birtingu. Þú getur gert það með því að ýta á  hnappinn, við það breytist hann í  sem táknar að auglýsingin er komin í birtingu

 

Aðrir valmöguleikar við innsetningu á auglýsingu

 • Slóð: Hægt er að setja vafraslóð á auglýsinguna þannig að ef einhver ýtir á auglýsingun á vefsíðunni þinni, þá er hann fluttur á þá slóð sem þú setur inn.
  Ef þú vilt að viðkomandi auglýsing opnist í nýjum glugga þegar notandi smellir á hana, þá er nóg fyrir þig að haka við "Opna í nýjum glugga"
 • Afbirta og birta auglýsingu: Þetta gefur manni kost á að vera búinn að setja inn einhverja auglýsingu fram í tímann og láta hana síðan birtast á tilteknum degi og hverfa á ákveðnum degi mv. ákveðinn tíma hverju sinni.
  Þetta er einstaklega hentugt ef auglýsa á t.d. afslátt sem er bara í 3 daga og maður sér kannski ekki fram á að hafa tíma fyrir þetta þegar afslátturinn á að byrja.
 • Texti yfir auglýsingu: Hér er möguleiki á að setja þann texta sem þú vilt að birtist ofan á auglýsingunni ef vefsíðan leyfir það en það þarf ekki að vera að slíkt sé í boði.
 • Upplýsingar: Hér er hægt að setja inn hinar ýmsu upplýsingar og hægt að eiga við þær hvað stærð og lit varðar t.d. Þetta eru upplýsingar sem birtast einnig ofan á auglýsingu ef vefsíðan leyfir það en það þarf ekki að vera að slíkt sé í boði.

EF auglýsing er dottin út þá er gott að kanna hvenær hún rennur út. Oft þarf bara að lengja dagsetninguna.