Hjálp

Stofna möppu og setja inn skrár og myndir

Skráarkerfið heldur utan um allar myndir og skrár í Smartwebber vefumsjónarkerfinu hvort sem það eru myndir eða skrár sem tilheyra vörum, fréttum, starfsmönnum, auglýsingamyndir eða aðrar myndir og skrár.
Þú getur búið til möppur, undirmöppur og raðað skrám inn í hvaða möppu sem er og skiptir því ekki máli hvort um mynd eða aðrar skrár eru að ræða eins og pdf skjöl eða eitthvað annað.

Að búa til og bæta við möppum

  1. Til að stofna nýja möppu, þá þarf að ýta á hnappinn í hægra horninu uppi.
  2. Því næst er settur inn titill á vörunni og gott að hafa hann lýsandi fyrir innihald möppunnar
  3. Síðan er ýtt á Vista hnappinn og mappan verður til.
    Allar möppur sem eru búnar til fara sjálfkrafa í birtingu. Til að taka möppuna úr birtingu, þá ýtiru á hnappinn, við það breytist hann í sem táknar að mappan er komin úr birtingu 

 

Að bæta skrám við í möppu

  1. Þú þarft að vera inn í þeirri möppu sem bæta á skrám inn í hverju sinni
  2. Næst ýtir þú á Bæta við skrá hnappinn, við það opnast gluggi þar sem þú velur þær skrár sem þú vilt setja inn í þessa möppu (skrárnar eru staðsettar í tölvunni þinni)
    Þú getur auðveldlega valið allar skrár í ákveðinni möppu á tölvunni þinni með því að ýta á CTRL+A í PC eða cmd+A í MAC
  3. Vefumsjónarkerfið sýnir síðan þegar verið er að hlaða skránum inn. Að því loknu getur þú birt eða afbirt þær skrár sem þú vilt hverju sinni. Ekki þarf að vista slíkar breytingar þar sem þær vistast jafn óðum og þú gerir þær.