Hjálp

Setja inn viðburð í dagatal

Þegar viðburður er settur inn í dagatal þarf að hafa í huga þrjú atriði

  1. Hvenær á viðburður að birtast á vefnum?
  2. Hvenær á viðburður að hefjast?
  3. Hvenær á viðburði að ljúka?

Til að stofna nýjan viðburð er ýtt á Dagatal í bláum hliðarvalstikunni í Smartwebber og síðan er ýtt á  til að stofna nýjan viðburð.

Því næst er fyllt inn í þá reiti sem sýnilegir eru eins og Titil, undirtitil, staðsetningu auk þess að gefa upp tíma á þessum þremur atriðum sem nefnd eru hér fyrir ofan.
Svo er það meginmálið en það er hugsað sem aðeins lengri texti fyrir hvern viðburð fyrir sig.
Að lokum er síðan hægt að bæta við mynd á viðburðinn með því að velja möppu úr fellilistanum og ýta á "HLAÐA" hnappinn

Síðan er bara að ýta á  hnappinn til að setja viðburðinn inn í kerfið


Vakin er athygli á því að vefsíður eru mismunandi og stundum er ekki þörf á að fylla inn í alla þessa reiti auk þess sem sumir reitir eins og undirtitill er ekki sýnilegur í ákveðnum tilfellum.