Hjálp

Kreditfæra reikning

Til að kreditfæra heilan reikninga, þá er best að fara í reikningakerfið og ýta á gula hnappinn en hann býr til kreditfærslu inn í reikningar fyrir öllum reikningnum.
Um leið og þú bakfærir reikning, þá ættiru að fá valmöguleika um að bakfæra pöntunina líka inn í pantanakerfinu. Þú ræður hvort þú gerir slíkt en það er betra að gera það ef þú ert t.d. með virkt birgðakerfi en við það að bakfæra pöntunina, þá bakfærast birgðir til baka inn á vörurnar.

Við þetta ættir þú þá að sjá nýja færslu með upphæðinni í mínus í reikningakerfinu.

Ef þú vilt ekki bakfæra heilan reikning í kerfinu heldur ert einungis að bakfæra hluta af vörum af reikning, þá þarf að opna miniPos sölukerfið og gera bakfærslu þar.
Það ferli er auðvelt en þú einfaldlega finnur vöruna/vörurnar sem á að bakfæra, velur þær og breytir magninu í -1 eða -2 t.d. eftir því sem við á.
Gott er að venja sig á það að setja viðskiptavin á bakfærsluna svo maður finnur bakfærsluna undir viðskiptavinum inn í Smartwebber kerfinu.

ATH. að bakfærsla hefur engin áhrif á peningaflæði í gegnum þinn kortahyrði t.d.
Þú þarft alltaf að skrá þig inn á læst svæði (mínar síður) hjá þínum kortahyrði til að bakfæra t.d. greidda færslu til baka inn á kort viðskiptarvinar þíns