Hjálp

Setja afslátt á vöru

Hér sést yfirlit yfir alla þá afslætti sem hafa verið búnir til. Hægt að breyta þeim, birta/afbirta og eyða.

Gulur = ekki í birtingu      Blár = í birtingu. 
Ef auglýsingin er dottin út þá er gott að kanna hvenær hún rennur út. 

Nýr afsláttur búinn til

 1. Fara skal í plúsinn og nýr afsláttur gerður.
 2. Setja skal inn titil á afsláttinn sem þú ert að búa og hafa titilinn lýsandi (t.d. Haustútsala 2015)
  • Hægt er að setja afsláttinn á ákveðinn flokk af viðskiptavinum (sem er gert undir viðskiptavinir)
  • Einnig er hægt að setja afslátt á ákveðin vörumerki á auðveldan hátt (ef þú ert með vörumerkjakerfi) sést hér að neðan.
 3. Að setja afslátt á vörur er síðan gert með því að velja tegund afsláttar og síðan afsláttinn/verð í viðeigandi box
  • % (t.d. 10% afsláttur af völdum vörum)
  • kr (t.d. 1000kr afsláttur af völdum vörum)
  • Verð (þá setur maður fast verð á vöruna ef maður vill t.d. vera með lagerhreinsun og býður valdur vörur allar á 2000 kr)
 4. Hægt er að stilla fram í tímann hvenær þessi afsláttur á að byrja og hvenær honum á að ljúka alveg niður á mínútu með því að ýta á dagatals hnappinn og velja rétta dagsetningu/tíma
 5. Afsláttarkóði er síðan valkvætt en þá getur þú búið til þinn eigin afsláttarkóða sem þú notar kannski í auglýsingu í blaði eða á Facebook t.d.
  Ef þú notar afsláttarkóða, þá fær varan/vörurnar ekki afslátt á sig í netverslun fyrr en búið er að setja hana/þær í körfu og kaupandi búinn að slá inn réttan afsláttarkóða inn í körfuna.
 6. Upplýsingarreiturinn er fyrir þig sem eiganda netverslunarinn og er aðalega hugsað sem auka upplýsingar fyrir þig ef eitthvað sérstakt er við þennan afslátt
 7. Síðan er hægt að virkja eða afvirkja afslátt annað hvort inn í afslættinum sjálfum eða í afsláttaryfirlitinu með því að ýta á hnappinn eða hnappinn
  Blár hnappur sýnir að afslátturinn er virkur en gulur hnappur sýnir að afsláttur er óvirkur.
 8. Að lokum þarf að velja hvaða vörur eiga að fá þennan afslátt sem þú varst að búa til.
  • Þú getur valið heilan vöruflokk úr listanum hægra meginn. Þá fá allar vörur í þeim flokki afslátt á sig.
  • Þú getur valið stakar vörur í einum eða fl. vöruflokkum
  • Einnig er hægt að leita að vörum með vöruleitinni til að finna réttar vörur sem eiga að fá afslátt.
   ATH. að ef vara er í fl. en einum vöruflokk, þá sérðu að fleiri vöruflokkar verða feitletraðir og fá tölu fyrir aftan sig.
 9. Í lokinn þarf að ýta á Vista hnappinn og síðan CC  hnappinn svo skyndiminnið á servernum hreinsist strax.

 

Hvað er Nota stuðull / Nota vöruafslátt?

Hægt er að búa til tilboð á vörur með afsláttarkerfinu sem gæti verið 2-fyrir-1 eða 3-fyrir-2 jafnvel. Til að gera slík tilboð er eftirfarandi gert...

 1. Býrð til afslátt eins og lýst er hér að ofan með því að setja inn titil, byrjar og líkur og jafnvel afsláttarkóða ef við á!
 2. Því næst skal setja 100 í "Afsláttur/Verð" reitinn og velja % sem "Tegund" vegna þess að þú ert að fara að gefa eina vöru.
 3. Síðan þarf að ýta á litla (+) á þessum bláa kassa til að kalla fram "Nota stuðul" og "Nota Vöruafslátt" og þarna þarf að haka við báða þessa reiti
 4. Ef þú ætlar að vera með 2-fyrir-1 tilboð, þá seturu 2 sem "stuðull" og velur síðan í "Tegund" annað hvort Heildarmagn eða Vörumagn.
  Munurinn á vörumagni og heildarmagni er sá að vörumagn tekur bara sömu vöruna en heildarmagn getur tekið margar ólíkar vörur á bakvið sig.
 5. Undir "Vörur" seturu síðan 1 því þú ætlar að veita 100% afslátt af aðeins einni vöru og síðan veluru Ódýrust undir "Tegund" ef þú ætlar að gefa ódýrustu vöruna.
 6. Að lokum þarf að velja vöruna/vörurnar sem eiga að falla undir þetta tilboð í listanum hægra meginn.
 7. Að lokum þarf síðan að muna að ýta á Vista hnappinn

3 FYRIR 2 afsláttur

Svona myndi afsláttur sem væri 3 fyrir 2 líta út. 
Þú ert að gefa ódýrustu vöruna og því er settur 100% afsláttur á hana. Þú verður svo að velja þá vöruflokka /vörur sem þessi afsláttur á að reiknast af með því að haka í boxið. 

10% afsláttur ef keyptar eru 3 vörur eða meira. 

Hér má svo sjá að það er ekki hakað í vöruafslátt. En þarna erum við að taka einungis heildarmagn. Td. ef þú kaupir 3 eða fleiri boli þá færðu afsláttinn.