Hjálp

Epson POS prentarar

miniPos sölukerfið styður tengingu við Epson POS prentara (TM-m30 og TM-T88V) sem er annað hvort LAN (ethernet) eða WiFi.
Epson prentarinn þarf að vera tengdur inn á sama net (router) og tölvan/spjaldtölvan sem nota á fyrir miniPos

Að tengja tækin saman

  1. Tengja Epson prentarann með Ethernet snúru beint í routerinn og kveikja síðan á prentaranum
  2. Við það ætti að prentast út miði úr prentaranum sem inniheldur "IP Address" og tölu-runu fyrir aftan sem lítur svona út "192.168.1.100"
  3. Því næst þarf að skrá sig inn í Smartwebber kerfið og fara í Stillingar -> Sölukerfi
  4. Neðst niðri eru stillingar fyrir Epson prentarann
  5. Í reitinn merktur Epson IP Address þarf að setja inn þá talnarunu sem prentaðist út í skref 2
  6. Í reitinn merktur Epson Port þarf að setja inn 8008 ef þú skráir þig inn í smartwebber kerfið í gegnum sm.ÞITTLÉN.is, annars þarf að setja inn 8043 ef þú skráir þig inn í gegnum nafn.minipos.is
  7. Síðan koma 6 reitir sem eru merktir Epson titill á haus lína: 1-6 og þar setur þú inn þær upplýsingar sem þú vilt að komi á strimilinn. Við mælum með að hafa nafn fyrirtækisins og heimilisfang, kennitölu og vsk-númer og valkvætt er svo að setja inn vefsíðu, netfang eða símanúmer
  8. Ef þú vilt hafa logo fyrirtækisins efst á strimlinu, þá þarf að setja inn logo-ið í ramman sem merktur er Mynd á sölukvittun
  9. Svo að strimill prentist beint út þegar sala er kláruð í miniPos er best að haka við Sjálfkrafa velja prenta sem sölukvittun í posanum og afhaka Sjálfkrafa velja prenta reikning í posanum
  10. Að lokum þarf að ýta á Vista