Hjálp

Grunnstillingar sem þarf að fara yfir

Þú velur Stillingar í valmyndinni vinstra megin. Þá ertu kominn inn í grunnstillingar sem þarf að gera áður en lengra er haldið.

Titill Vefsíðu

Hér er gott að setja inn lýsingu á vefsíðunni/netverslunni en þetta er titillinn sem birtist notandanum þínum (sá titill sem þú sérð t.d. á hverjum tab fyrir sig í vafranum þínum)
> Gott er að nota þennan titil til að hjálpa þér við leitarvélabestun en að velja réttan getur hjálpað þér að klífa leitarvélarnar hærra. Ekki er æskilegt að titill sé of langur.

Netfang vefsíðu

Hér verður þú að setja inn email vefsíðunnar, en þetta email mun fá allar fyrirspurnir sem berast í gegnum vefsíðuna og ef um netverslun er að ræða að þá berast pantanir líka á þetta email.

Greiðslu Upplýsingar

Þetta á eingöngu við ef þú ert með netverslun, en þarna geturðu sett inn upplýsingar sem þú vilt að birtist á þínum staðfestingarpósti sem sendist sjálkrafa út þegar viðskiptavinur pantar á netinu. Ef t.d val um millifærslu er í boði á síðunni þinni er gott að taka fram bankaupplýsingar og kennitölu.

Upplýsingar í fæti

Þetta eru upplýsingar sem birtast í "footer" á heimasíðu.

 

Hlaða favicon

Ef þú vilt setja favicon á vefsíðuna þína (icon sem birtist uppi í tabs þegr síða er opin í vafra) að þá þarftu að setja inn icon sem er 16x16px
Hér er dæmi um vefsíðu sem þú getur búið til favicon úr mynd fyrir þig