Fréttir

Sjónvarpsmiðstöðin opnar netverslun

Sjónvarpsmiðstöðin opnaði á dögunum glænýja netverslun. Sjónarvarpsmiðstöðina þarf vart að kynna en þeir eru með mikið úrval af sjónvörpu og öðrum raftækjum frá aðilum eins og Panasonic, Philips, Finlux ofl. Kíkið endilega á vöruúrvalið hjá þeim á SM.is Vefverslun Sjónvarpsmiðstöðvarinnar var hönnuð af þeirra grafískum hönnuði en síðan er forrituð og sett upp af starfsmönnum Smartmedia og keyrir auðvitað á hinum öfluga netverslunarkerfi í SmartWebbernum.
14.03.2013
Lesa meira

Heimilistæki opnar nýja netverslun

 Heimilistæki opnaði nýverið glæsilega vefverslun, en þar er hægt að versla sér allt sem þeir hafa upp á að bjóða. Hægt er að skoða úrvalið hér, www.ht.is Netverslun Heimilistækja var sett upp og forrituð af starfsmönnum Smartmedia en síðan sjálf keyrir á hinu öfluga vefumsjónarkerfi Smartmedia (Smartwebber). Útlit var hannað af Heimilistækjum.
15.02.2013
Lesa meira

Vorum að flytja í Kópavoginn

Við byrjum nýja árið á nýjum stað í Reykjavík og flytjum okkur um set í Akralind 8, 201 Kópavog (2.hæð til hægri). Hér er staðsetningin samkvæmt ja.is
02.01.2013
Lesa meira

Opnunartími yfir jól 2012

Opnunartími Smartmedia yfir jólin er eftirfarandi: 22.12 til 26.12 er lokað Fimmtudaginn 27.12 er opið frá 09:00 - 17:00Föstudaginn 28.12 er opið frá 09:00 - 17:00 Lokað frá 29.12 til 1.jan2. Janúar er svo opið frá 09:00 - 17:00 Hægt er að hafa samband í gegnum tölvupóstinn info@smartmedia.is en það pósthólf verður vaktað um hátíðarnar.Starfsmenn og eigendur Smartmedia ehf óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
21.12.2012
Lesa meira

Nýr facebook leikur í loftið

Nýverið fór í loftið söfnun á vegum Hjálparstarf kirkjunnar, þar sem hægt er að gefa pening í vatnssöfnun og fyrir aðeins litlar 500krónur geturðu tryggt einni manneskju í Afríku aðgang að hreinu vatni. Við hvetjum alla sem geta að taka þátt og gefa í söfnunina, hægt er að taka þátt hér Leikurinn var hannaður og þróaður af auglýsingastofunni PIPAR\TBWA í samvinnu við Smartmedia.
17.12.2012
Lesa meira

Ballerina kex Facebook leikur

Nú í vikunni fór í loftið Ballerina kex leikur. Þeir sem vilja taka þátt geta gert það með því að klikka á þennan tengil Facebook leikur.Leikurinn var hannaður og þróaður af auglýsingastofunni PIPAR\TBWA í samvinnu við Smartmedia.  Facebook forritun/leikir eru vinsæl aðferð í markaðssetningu og eru fyrirtæki æ meira að nýta sér mátt samfélagsmiðlanna. 
16.05.2012
Lesa meira

Opnunartími yfir páskanna

Opnunartími Smartmedia yfir páskanna er eftirfarandi Mánudagur 2. apríl - OpiðÞriðjudagur 3. apríl - OpiðMiðvikudagur 4. apríl - OpiðFimmudagur 5. apríl - LokaðFöstudagur 6. apríl - LokaðLaugardagur 7. apríl - LokaðSunnudagur 8, apríl - LokaðMánudagur 9. apríl - Lokað Til þess að hafa samband við okkur utan opnunartíma er hægt að senda tölvupóst á info hjá smartmedia.is en það pósthólf er vaktað um páskanna.
02.04.2012
Lesa meira

Smartmedia leitar að forritara

Leitum að metnaðarfullum og þjónustulunduðum forritara til að hefja störf hjá Smartmedia.Möguleiki er fyrir réttan aðila að kaupa sig inn í fyrirtækið og gerast þannig meðeigandi. Kunnátta á PHP og mysql eru skilyrði. Nánari upplýsingar  í síma 588 4108 (Sæþór Orri eða Jóhann Guðmundsson) eða info@smartmedia.is. 
09.03.2012
Lesa meira

Opnunartími yfir hátíðarnar

24.12 Lokað    25.12 Lokað26.12 Lokað    27.12 Opið28.12 Opið      29.12 Opið30.12 Opið      31.12 Lokað01.01 Lokað    02.01 Opið Hægt er að ná í okkur með að senda tölvupóst á info@smartmedia.is
23.12.2011
Lesa meira

Gleðileg Jól

Við óskum viðskiptavinum og landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir viðskiptin og samskiptin á árinu sem er að líða.Kveðja Starfsmenn og eigendur Smartmedia
23.12.2011
Lesa meira

ISNIC lækkar ársgjald af lénum um 1000 krónur

Stjórn ISNIC samþykkti nýlega eittþúsund króna lækkun á árgjaldi .is-léna. Nýtt og lækkað árgjald léna verður kr. 6.982 m/vsk. Lækkunin gildir frá og með 11. desember. Ef þú hefur ekki skráð lén áður þarftu fyrst að skrá þig hér og fá þannig aðgang að lénaskráningu ISNIC. Skráning léns er á allra færi. Biðsvæði er frí þjónusta og sjálfvalið ef þú ert ekki tilbúinn að virkja lénið.
12.12.2011
Lesa meira

Þjóðhátíðardagskrá 2011 kemur beint í tjaldið í boði Smartmedia

Síðustu 2 ár hafa starfsmenn Smartmedia prentað út og plastað dagskrá Þjóðhátíðarinn og dreift í öll Þjóðhátíðartjöldin (hvítu tjöldin) og við munum endurtaka leikinn í ár. Smartmedia hefur prentað og plastað 400 eintök af dagskránni og verður henni dreift í tjöldin á föstudag. Ef afgangur verður á dagskránni verður restinni dreift í sjoppurnar og veitingatjaldið. Með dagskránni langar Smartmedia að óska eyjamönnum og öðrum þjóðhátíðargestum gleðilegrar þjóðhátíðar. Hægt er að nálgast dagskránna á pdf formi hér.
27.07.2011
Lesa meira

Leitarvélabestun - SEO

Leitavélabestun (Search Engine Optimization, SEO) er ein árangursríkasta leiðin til þess að bæta sýnileika á þeirri vörur og þjónustu sem fyrirtæki hafa uppá að bjóða. Leitarvélabestun felst í því að bæta stöðu vefsíðu gagnvart leitarvélum þannig að hún komist ofarlega á lista við t.d. leit á google. Smartmedia býður upp á leitarvélabestun sem skilar árangri. Höfum nú þegar hjálpað fjölmörgum viðskiptavinum að komast hærra á leitarvélunum. Hér geturðu lesið nánar um leitarvélabestun Smartmedia. Ef þú hefur áhuga á að bæta sýnileika á netinu sendu okkur línu á seo@smartmedia.is eða hringdu í 588 4100.
20.06.2011
Lesa meira

Sadcars - Iceland car rental

www.sadcars.com opnaði nýjan vef í dag.  Sadcars er í dag ein öflugasta bílaleiga landsins í dag og þeir keyra sinn vef á öflugu og fullkomnu bílabókunarkerfi sem er sérsmíðað af starfsmönnum Smartmedia með þarfir bílaleiga í huga. Hægt er að lesa nánar um bílabókunarkerfið hér   Iceland Car Rental - Sadcars.com
25.05.2011
Lesa meira

Smartmedia opnar skrifstofu í Síðumúlanum

Smartmedia hefur nú opnað skrifstofu í Reykjavík. Skrifstofan er staðsett í Síðumúla 25, 108 rvk. Smartmedia sérhæfir sig í vefsíðugerð og auglýsingahönnun fyrir fyrirtæki, einstaklinga og félagasamtök og því eru allir velkomnir á nýju skrifstofuna okkar þar sem að Halldór Örn margmiðlunarhönnuður tekur vel á móti núverandi og nýjum viðskiptavinum.
17.05.2011
Lesa meira

Smartmedia færir þér þjóðhátíðardagskrána í tjaldið

Á síðasta ári tóku starfsmenn Smartmedia sig til og prentuðu út og plöstuðu dagskrá Þjóðhátíðarinnar og dreifðu í öll þjóðhátíðartjöldin í Herjólfsdal. Hlaut þetta framtak góð viðbrögð enda gott að eiga dagskránna plastaða og fína í tjaldinu.
28.07.2010
Lesa meira

Smartmedia gefur Þorvaldseyri vefsíðu

Þann 17.júní síðastliðin opnaði vefsíðan Þorvaldseyri.is og er hún frétta- og upplýsingasíða um bæinn Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Smartmedia gaf ábúendum á Þorvaldseyri alla vinnu við vefsíðuna í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Fylgist með fréttum og gangi mála á bænum á www.Þorvaldseyri.is
18.06.2010
Lesa meira

XRally.is opnar

Nú tökum við úr 1.gír og spólum af stað með X Rallý keppnisliðinu. Smartmedia er einn af bakhjörlum rallý liðsins X Rallý og má m.a. sjá logo Smartmedia á þeirra nýja og glæsilega bíl.
04.06.2010
Lesa meira

Smartmedia verður á sýningunni Netið2010 í Vetrargarðinum í Smáralindinni

Næstkomandi föstudag klukkan 16:00 hefst sýningin Netið2010 í Vetrargarðinum í Smáralindinni en á sýningunni verða yfir 30 fyrirtæki að kynna vörur sýnar og þjónustu.
11.03.2010
Lesa meira

Verslun með sportfatnað á netinu

Í dag opnaði netverslunin sportverslun.is á netinu en vefurinn selur alls kyns fatnað fyrir konur og karla á frábæru verði. Markmiðið er að bjóða góða vöru á góðu verði, ef að viðskiptavinurinn vill máta vöruna þá er það hægt. Frekari upplýsingar á sportverslun.is
11.03.2010
Lesa meira